30.09.2019 | 10:20

Jón Þorsteinn Oddleifsson nýr framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jón Þorstein Oddleifsson sem framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs fyrirtækisins.

Jón Þorsteinn er fæddur árið 1975. Hann er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hagfræðingur með framhaldspróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði en síðustu ár hefur hann sinnt viðskiptaþróun hjá Landsbréfum sem er sjóðastýringarfyrirtæki Landsbankans. Á árunum 2008-2010 var Jón Þorsteinn fjármálastjóri nýja Landsbankans og þar áður var hann forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans. Hann hefur einnig sinnt fjármálaráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna sem sjálfstæður ráðgjafi. Jón Þorsteinn er kvæntur Helgu Margréti Pálsdóttur, matvælafræðingi og eiga þau fjóra syni.

Til baka