20.02.2017 | 09:55

Lúther Nr.48

Páskabjórinn frá Borg Brugghús í ár hefur hlotið nafnið Lúther en hann er bruggaður að beiðni nefndar á vegum Þjóðkirkju Íslands, Innanríkisráðherra og Biskips.

Við fengum þessa beiðni frá nefnd sem skipuð var í tengslum við afmæli siðbótarinnar og hljómaði hún bara vel í okkar eyrum.  Við höfum haft það til siðs að brugga bjóra í belgískum stíl og með nafn sem vísar til kristni í aðdraganda páska og að þessu sinni fögnum við þá í leiðinni siðaskiptunum.“

segir Árni Long, bruggmeistari hjá Borg Brugghúsi. Lúther Nr.48 er bjór af gerðinni Hoppy Blonde sem má segja að sé nýtískulegur snúningur á hefðbundnum bjórstíl. 

Lúther Nr.48 er væntanlegur á betri bjórbari og Fríhöfnina í Keflavík í vikunni og Vínbúðir á bjórdaginn sjálfan, þann 1. mars næstkomandi.

Til baka