18.05.2011 | 09:38

Merrild leikurinn

Merrild/Senseo leikur er núna í fullum gangi og talsvert um innsendingar strax í upphafi. Fyrirkomulagið er einfalt; þátttakendur safna saman 5 toppum af annað hvort Merrild eða Senseo pökkum og senda inn til 16. júní.

Gullverðlaun leiksins eru glæsileg en um leið einstök þar sem sjálfur talsmaður Merrild, Karl Berndsen er í fyrsta vinning!!  Eða kannski öllu heldur „Make-over dagur“ með Kalla og öllu tilheyrandi. Ásamt því fylgir 100.000 kr inneign í Debenhams , sem Kalli hjálpar vinningshafanum að ráðstafa. Og svo til að kóróna fyrsta vinning fylgja með ársbirgðir af kaffi. Verðmætið fyrsta vinnings er 350.000 kr!!

Einnig verða útdregnir 10 silfurverðlaun þar sem vinningshafi má velja á milli flottustu Senseo-vélar og hefðbundinnar kaffivélar frá Heimilistækjum. Ársbirgðir af Merrild kaffi eða Senseo fylgja síðan með.

Loks drögum við úr 20 bronsverðlaun sem eru ársbirgðir af Merrild kaffi eða Senseo.

Það er því um að gera að taka þátt og hvetja aðra til dáða. Það er tæpast kvöð að halda áfram að drekka Merrild og Senseo og þegar möguleikar á glæsilegum vinningum bætast við verður gott kaffið enn ljúffengara.

Til baka