27.01.2014 | 13:50

Mjöðurinn Kvasir

Á Bóndadaginn hófst Þorrinn og þá senti Borg Brugghús frá sér mjöðinn Kvasir -og þó erfitt sé að fullyrða um hvernig hlutirnir gengu fyrir sig fyrir 1000 árum þá er líklegt að hann sé fyrsti al-íslenski mjöðurinn.

„Það var löngu kominn tími á þetta. Ég hef sjálfur verið að prufa bruggun á miði í þó nokkur ár og við hjá Borg rætt um þetta frá stofnun. Þetta eru því ákveðin tímamót hjá okkur.“ segir Stulli bruggmeistari hjá Borg Brugghús.

Aðeins um Mjöð:
Mjöður er EKKI bjór. Mjöður er hunangsvín, gerjað, vatnsblandað hunang.

Bjór = vatn+maltað bygg+humlar+ger.

Mjöður = vatn+hunang+ger. Mjöður er því nær léttvíni en bjór – en er samt bara mjöður!

Það var spennandi og skemmtilegt að vinna með þessi nýju hráefni og við erum ánægðir með útkomuna.“ segir Stulli.

Rótgrónar hugmyndir um mjaðarþambandi íslenska víkinga eru ólíklega í takt við raunveruleikann. Á Íslandi hefur ekki verið hunangsrækt og hunang hefur alla tíð verið dýr munaðarvara (og er enn), sem ótrúlega ólíklega hefur ratað til landsins. Ennfremur var það tæplega verkamannavíkingurinn sem drakk mjöð erlendis þar sem þetta var konunga- og höfðingjadrykkur sökum aðfangaverðs.

Ef svo ólíklega vildi til að hingað hafi rambað birgðir af miði, eða hunang til mjaðargerðar, fyrir um 1000 árum – hefur hann allavega ekki verið framleiddur hér í fleiri hundruð ár.

„Það verður gaman að sjá hvernig þetta leggst í fólk enda fáir sem hafa smakkað mjöð og margir með allt aðrar hugmyndir af því hvað mjöður er. Þetta kemur ekki síst til vegna þess að bjór er oft ranglega nefndur mjöður, á meðan mjöður er í raun einskonar léttvín, hunangsvín“ segir Valgeir bruggmeistari hjá Borg Brugghús.

Kvasir –Um nafnið.
Í Snorra-Eddu segir frá því þegar Æsar og Vanir gera með sér sættir og blanda saman hrákum sínum í ker og úr verður veran Kvasir. Kvasir fór þvældist um víða veröld og deildi mikilli visku sinni uns hann var veginn af dvergunum Fjalari og Galari. Dvergadúettinn tæmdu því næst allt blóð úr Kvasi, blönduðuþví við hunang svo úr varð skáldskaparmjöðurinn, en hver er hann bragðaði varð skáld eða fræðimaður. Óðinn kemst síðar yfir mjöðinn sem er upphaf skaldskápar mannkins …

Eins og fyrr segir kom Kvasir nr.22 út á föstudaginn/Bóndadaginn, sama dag kom einnig út Þorrabjórinn og Surtur nr.23 (10%).

Athugið að Kvasir kemur upp í mjög takmörkuðu upplagi!

Kvasir kom einnig til umfjöllunar í fréttatíma Stöðvar 2 á bóndadaginn 24.janúar sl.  Hann má sjá hér. (min:19.20)

 

Til baka