05.02.2020 | 08:35

Mun umhverfisvænna að framleiða á Íslandi

Mun umhverfisvænna er að framleiða drykkjarvörur hér á landi, eins og Ölgerðin gerir, frekar en að flytja inn fullunnar vörur til landsins eins og sumir aðrir framleiðendur gera, samkvæmt útreikningum EFLU verkfræðistofu. Ölgerðin fól EFLU verkfræðisstofu að reikna út kolefnisspor mismunandi tegunda umbúða sem Ölgerðin notar fyrir sínar vörur, frá því að hráefni eru unnin, umbúðir framleiddar, þær fluttar til Íslands til loka líftíma þegar umbúðunum er fargað eða komið til endurvinnslu. Niðurstöðurnar voru afar skýrar og munurinn er allt að 589% hvað þetta varðar.

EFLA verkfræðistofa bendir á það borgi sig ekki af umhverfislegum sjónarmiðum að tappa á drykki erlendis og flytja inn fullar umbúðir. Slíkt hækki kolefnisspor margfalt og verði jafnvel hærra en af framleiðslu sjálfra umbúðanna. Þá séu kolefnisspor við flutninga á landi og sjó reiknuð út frá þyngd og vegalengd, nýtingu gáma, stærð skipa og fleiri þátta og niðurstaðan sé ætíð sú sama; mun stærra kolefnisspor sé af því að flytja fullar umbúðir til Íslands en tómar.

Skýrslu EFLU má lesa HÉR.

Til baka