18.01.2012 | 14:20

Nokkrar staðreyndir vegna saltmálsins

Ölgerðin sér ástæðu til að eftirfarandi staðreyndir komi fram vegna saltmálsins:

•    Það er enginn sjáanlegur munur á vottuðu salti og óvottuðu.  Saltið sem um ræðir er 99,6% hreint salt sem er langt umfram það lágmark sem  alþjóðlegir staðlar (Codex Alementarius staðallinn 150-1985) segja til um .
•    Innihaldslýsingin á vottuðu salti og óvottuðu salti er svo til nákvæmlega eins og báðar tegundir eru framleiddar undir ISO 9001 og ISO 14001 stöðlum. 
•    Vottað salt og óvottað salt (iðnaðarsalt) er fengið úr sömu saltlögunum á Jótlandi í Danmörku. Saltið er framleitt og geymt með sama hætti, í sömu verksmiðju og samskonar umbúðum.
•    AkzoNobel segir enga ástæða að ætla að óvottað salt  frá verksmiðju þeirra á Jótlandi sé hættulegt heilsu manna.
•    Munurinn á óvottuðu salti og vottuðu eru vottaðir gæðaferlar við vinnslu, frágang, pökkun, geymslu og dreifingu á salti sem á að fara í matvælaiðnað.
•    Óvottað salt er ekki geymt óvarið úti á plani og ekki flutt óvarið - einungis í lokuðum plastpokum eða sekkjum, eins og vottaða saltið.
•    Ölgerðin hefur alltaf afhent óvottað salt í upprunalegum umbúðum með nákvæmu vörulýsingarblaði og undir upprunalegu nafni.
•    Götusalt kemur saltmálinu ekkert við. Götusalt hefur ALDREI verið sett í neinar matvörur á Íslandi. Slíkt salt er framleitt á allt öðrum stað og með  öðrum hætti.

Til baka