23.01.2013 | 09:20

Ný löggjöf um auglýsingar á áfengi

Fyrir Alþingi liggur frumvarp innanríkisráðherra um "skýrara bann við áfengisauglýsingum". Margt í frumvarpinu er umhugsunarvert. Erlendir aðilar geta auglýst sínar bjórtegundir í gegnum erlent sjónvarpsefni, erlend tímarit og internetið. Með algeru auglýsingabanni myndi halla mjög á innlenda framleiðslu á bjór og áfengi.

Þess ber að geta að nú þegar er Ísland með ströngustu áfengislöggjöf í heimi utan arabaheimsins. Í Noregi, þar sem afar stífar reglur gilda, er þrátt fyrir allt sala á bjór undir 4,7% leyfð í stórmörkuðum og verslunum. 

Til baka