04.07.2011 | 09:04

Nýr Kristall plús - með sítrónu og engiferbragði

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hafið framleiðslu og sölu á Kristal PLÚS með sítrónu- og engiferbragði í 0,5 ltr. flöskum. 

Kristall PLÚS svalar þorsta en er jafnframt uppspretta nauðsynlegra bætiefna í dagsins önn. Kristall PLÚS er léttkolsýrður drykkur, bragðbættur með ávaxtaþykkni sem gefur fyllra og betra bragð og inniheldur nauðsynleg B-vítamín. Hann inniheldur hvorki gervisætuefni, rotvarnarefni, viðbætt litarefni né hvítan sykur. 

Kristall PLÚS með sítrónu- og engiferbragði er spennandi viðbót við þær bragðtegundir sem eru fyrir á markaði. Engiferjurtin hefur verið notuð sem krydd og lækningajurt í þúsundir ára. Sem lækningajurt hefur hún m.a. verið notuð gegn kvefi og ógleði. Hún inniheldur fjölmörg efnasambönd þ.á.m. gingeról sem er öflugt andoxunarefni. Einnig er hún rík af kalíum og inniheldur auk þess kalk, zink, fosfór og C-vítamín.

Kristall PLÚS er nú framleiddur í fjórum bragðtegundum, með appelsínu- og blóðappelsínubragði, með stjörnuávaxta-, epla-, lime- og sítrónubragði, lime- og bláberjabragði og nú með sítrónu- og engiferbragði.

Til baka