22.06.2019 | 10:11

Nýr sumardrykkur á markað - VES

Við kynnum nýjan áfengan sumardrykk – VES. VES stendur fyrir Vodka, Engifer og Sítrus og er 4,5% að styrkleika og kemur í 33cl dós. Varan er þegar komin í sölu í nokkrar verslanir ÁTVR. Þetta er þriðja varan í víngos flokki sem að Ölgerðin setur á markað en hinar tvær, G&G og LOV, hafa notið mikilla vinsælda. Þetta er tilbúinn drykkur sem við mælum með að hella yfir ísmola í fallegu glasi og skreyta með lime sneið ef vill. Ölgerðin minnir á að hófleg neysla áfengis er farsælust.

Til baka