02.11.2017 | 09:54

Nýtt þjónustufyrirkomulag Ölgerðarinnar

Kæru viðskiptavinir,

Á næstu dögum verður hafist handa við að innleiða nýtt þjónustufyrirkomulag hjá Ölgerðinni. Markmiðið með nýju þjónustufyrirkomulagi er fyrst og fremst að auka afhendingaröryggi til viðskiptavina Ölgerðarinnar og á sama tíma minnka sóun og takmarka umhverfisáhrif í samræmi við stefnu Ölgerðarinnar um samfélagsábyrgð.

Fyrsta skref innleiðingar snýr að lágmarkspöntun og flýtiafgreiðslum.  Frá og með 6. nóvember næstkomandi verður komin lágmarksupphæð á pantanir en jafnframt verður sett upp flýtiafgreiðslugjald ef pöntun berst eftir kl. 17:00 daginn fyrir umbeðinn afhendingardag eða fyrir kl. 11:00 á umbeðnum afhendingardegi.

Seinna skref innleiðingar lýtur að því að festa vikudaga vöruafhendingar til stórs hluta viðskiptavina Ölgerðarinnar en haft verður samband við viðskiptavini til að vinna þann hluta þjónustufyrirkomulagsins.

Þessar breytingar á þjónustufyrirkomulagi Ölgerðarinnar munu gera fyrirtækinu kleift að stýra betur álagsdreifingu í vöruhúsi og að auka afhendingaröryggi til viðskiptavina.

 

Til baka