13.03.2020 | 15:09

Ölgerðin býður viðskiptavinum endurskil á vörum í ljósi aðstæðna

Í ljósi þeirra fordæmalausu stöðu sem upp er komin hér á landi vegna Covid-19 veirunnar og ákvörðunar yfirvalda um samkomubann, standa fjölmargir rekstraraðilar frammi fyrir erfiðri stöðu. Afbókunum fjölgar og samkomubann takmarkar enn frekar stöðu þessara aðila, sem sumir hverjir sitja uppi með talsverðar umframbrigðir af vörum frá birgjum eins og Ölgerðinni. Vegna þessara aðstæðna, til að leggja sitt af mörkum og létta undir með viðskiptavinum, býðst Ölgerðin til þess að taka til baka allar vörur með tilliti til óopnaðra umbúða og líftíma.  Viðskiptavinir sem vilja nýta sér þetta eru beðnir um að hafa samband við sinn sölumann, þjónustuver eða innheimtu Ölgerðarinnar varðandi nánari útfærslu.

Til baka