Ölgerðin fær 3 lúðra á ÍMARK
Þakklátt Malt
Lúðurinn er veittur í 15 flokkum þar sem auglýsingar sem skarað hafa fram úr á árinu eru verðlaunaðar. Dómnefnd lítur til þess hversu frumleg, snjöll og skapandi hugmyndin að auglýsingu er og metur einnig útfærslu hennar.
Janúar Markaðshús fékk lúðurinn fyrir bestu auglýsingaherferðina „Takk fyrir Malt“ sem unnin var fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Kvikmyndaða auglýsingin sem Janúar gerði fyrir Ölgerðina um þennan vinsæla drykk fékk einnig lúðurinn í þeim flokki.
Þá fékk Smint auglýsingin - Ísjaki einnig lúður í flokknum, veggspjöld og skilti. Hún er unnin af ENNEMM.
Kvikmyndaðar auglýsingar
Takk fyrir Malt - Ölgerðin - Janúar Markaðshús
Auglýsingaherferðir
Takk fyrir Malt - Ölgerðin - Janúar Markaðshús
Veggspjöld og skilti
Smint - Ísjaki - Ölgerðin – ENNEMM