18.06.2018 | 09:43

Ölgerðin tekur í notkun vetnisbíl

Við erum stöðugt að reyna að skoða vistvænni lausnir í starfseminni okkar. Þann 15. júní var tekið í notkun vetnisbíll sem er hluti af samstarfsverkefni með Evrópusambandinu í átt að sjálfbærari framtíð. Þetta er spennandi verkefni sem mun opna möguleika á flutningsbílum sem keyra á vetni. Við höfum mikinn áhuga á að skoða umhverfisvænni lausnir flutningsbíla í framhaldinu en það verður hluti af samstarfsverkefninu með Evrópusambandinu.

Núna nýlega var gefin út fimmta skýrslan um samfélagslega ábyrgð sem finna má hér. Þar var eitt af markmiðum fyrir þetta ár að skoða lausnir fyrir umhverfisvænni bíla og þetta er liður í að ná því markmiði. Í skýrslunni er farið yfir þau verkefni sem unnin voru á síðasta ári og markmið fyrir næsta ár sett fram. Verkefni er snerta samfélagsábyrgð eru fyrirtækinu mikilvæg. Einn af flokkunum sem fylgst er sérstaklega með er umhverfið en Ölgerðin tekur þátt í sameiginlegu loftslagsmarkmiði ESB ríkjanna um minnkun kolefnisspors frá starfseminni. Vistvænni kostir í dreifikerfi Ölgerðarinnar eru því liður í að ná því markmiði.

Til baka