25.01.2018 | 08:57

Ölgerðin vinnur að innleiðingu á nýju þjónustufyrirkomulagi í nánu samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins

Ölgerðin vinnur að innleiðingu á nýju þjónustufyrirkomulagi í nánu samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins.

Með nýju þjónustufyrirkomulagi erum við að vinna að tveimur megin markmiðum:

1. Að þjónusta viðskiptavini okkar af meira öryggi og með meiri fyrirsjáanleika

2. Að minnka sóun í starfseminni og takmarka umhverfisáhrif í samræmi við stefnu Ölgerðarinnar um samfélagsábyrgð.

Það er okkar einlæga ósk að með þessum breytingum náum við að auk afhendingaröryggi og tryggja að samstarf við viðskiptavini verði áfram fyrsta flokks

Ef spurningar vakna um breytt þjónustufyrirkomulag er hægt að hafa samband við þjónustuver Ölgerðarinnar í síma 412 8100, eða með því að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðu fyrirtækisins, t.d. hér: http://www.olgerdin.is/thjonusta/hafa-samband

Til baka