27.02.2019 | 11:09

Öskudagurinn, 6. mars 2019

Ölgerðin býður börnin velkomin í heimsókn á Öskudaginn, þann 6. mars næstkomandi.

Húsið verður opið á milli klukkan 8:00-16:30. Við hlökkum til að taka á móti krökkunum og sjá alla flottu búningana. Við erum með nóg af gjafapokum handa börnunum og fer ekkert þeirra tómhent heim.

Við viljum vekja athygli á því að á þessum viðburði verða teknar myndir á grundvelli lögmætra hagsmuna Ölgerðarinnar. Myndefnið verður einungis notað innanhúss.

Til baka