19.05.2011 | 08:35

Peppi á völlunum í sumar

Nú eru Pepsi-deildirnar komnar á fullan skrið og boltinn farinn að rúlla á iðgrænum völlum. Á hverjum leikdegi streyma aðdáendur upp í stúkur og syngja og hvetja sitt lið áfram. Pepsi er að sjálfsögðu með í för og vörumerkið sýnilegt, svo um munar, á völlunum. Sumarið er hafið í boltanum, það fer ekkert á milli mála. 

Íslandsmótið í knattspyrnu er 100 ára nú í sumar og af þeim sökum mun Pepsi standa fyrir 12 afmælishátíðum, einni á heimavelli hvers liðs. Fyrir leik verður hvers kyns húllumhæ, knattþrautir og leikir fyrir yngstu aðdáendurnar og að sjálfsögðu er boðið upp á Pepsi og Pepsi MAX. Í hálfleik er síðan boðið upp á skemmtiatriði, hið svokallaða Heita sæti, þar sem nokkrum úr skara áhorfenda gefst færi á að bleyta rækilega einhvern frægan einstakling sem tengist heimaliðinu (hægt er að sjá þetta í meðfylgjandi myndbandi). Peppi mun auk þess sjá um að halda uppi stuðinu og peppa viðstadda upp í að hvetja sitt lið rækilega til dáða. Afmælishátíðarnar eru unnar í góðu samstarfi við félögin og forráðamenn þeirra.

Peppi verður á völlunum í allt sumar. Hvar verður þú?

Til baka