14.07.2020 | 10:51

PEPSICO OG ÖLGERÐIN STYRKJA VEGNA COVID-19

Bandaríska matvælafyrirtækið Pepsico hefur ákveðið að styrkja Mæðrastyrksnefnd á Íslandi um tæpar 3 milljónir króna í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Ölgerðin, sem selur vörur Pepsico hér á landi, hefur jafnframt ákveðið að jafna framlag bandaríska fyrirtækisins og fær Mæðrastyrksnefnd því fjármagn og vörur að andvirði tæplega 6 milljónir króna.

Ylva Freiesleben hjá Pepsico á Norðurlöndunum, segir að fyrirtækið hafi í upphafi faraldursins tekið þá ákvörðun að styrkja þau félög og stofnanir sem veita matvælaaðstoð víða um heim.

Pepsico ákvað svo að styrkja félög á borð við Mæðrastyrksnefnd á öllum Norðurlöndunum fimm og er markmiðið að styrkurinn rennir óskiptur til þeirra þar sem þörfin er mest. Við vitum að svo verður í þessu tilfelli,“ segir Ylva Freiesleben hjá Pepsico.

Styrkir á borð við þá sem við fáum nú frá Pepsico og Ölgerðinni er algjörlega ómetanlegur og kemur sér vel fyrir þá fjölmörgu sem þurfa á aðstoð að halda. Fjölmargar barnafjölskyldur fá nú veglegan styrk en mörg hundruð fjölskyldur treysta á aðstoð frá okkur,“ segir Aðalheiður Frantzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar.

Þegar Pepsico hafði samband við okkur út af þessum styrk kom ekki annað til greina en að jafna framlag þeirra og það er okkur mikil ánægja að halda áfram að standa við bakið á Mæðrastyrksnefnd og því góða starfi sem þar fer fram,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Sjö kvenfélög standa að baki Mæðrastyrksnefnd, sem reiðir sig nær alfarið á velvild og styrki frá fyrirtækjum og almenningi til að sinna starfi sínu.  Framlög Pepsico og Ölgerðarinnar jafngilda um 1.500 máltíðum sem farið verður í að úthluta í haust.

Til baka