13.10.2015 | 21:55

Pilsnerinn rangt merktur í áraraðir

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var í tilefni af 100 ára afmæli Ölgerðarinnar, fenginn til að skrá niður sögu fyrirtækisins.

Eftir að hafa farið í gegnum gamla skjalasafnið sem geymt var í peningaskáp Ölgerðarinnar, uppgötvaði Stefán að Egils Pilsner hefur verið rangt merktur í áraraðir. Samkvæmt sölunótum frá árinu 1916 kemur fram að nokkrar flöskur voru seldar af pilsner það ár, en alla tíð hefur verið haldið fram á umbúðum pilsner að hann hafi verið framleiddur síðan 1917.

Ölgerðin hefur brugðist við þessari uppgötvun og látið breyta þessu. Enn má þó finna dósir „Bruggaður síðan 1917“ í hillum verslana.

Geta því íslendingar haldið upp á aldarafmæli íslenska pilsnersins ári fyrr en áður var haldið.
Hér má sjá sölunóturnar sem Stefán fann þegar hann fór í gegnum skjalaskápinn góða.

Til baka