07.03.2011 | 09:45

Polar Beer sigraði!

Polar beer vann til verðlauna sem besta auglýsingaherferðin á uppskeruhátíð markaðsfólks Lúðrinum. Polar beer hefur verið duglegur að taka þátt í dægurmálaumræðunni og nálgast hana með sínum hætti. Hann hefur sagt skoðun sína á Eurovision, vúvúselum, jólasveinum og nú síðast léttöli, svo fátt eitt sé nefnt. Polar beer er þó hvergi hættur og mun án nokkurs vafa halda áfram að koma skoðunum sínum á framfæri.

Til baka