30.09.2019 | 10:08

Rauður COLLAB kominn í sölu

COLLAB kom á markaðinn snemma árs. Viðtökur hafa verið frábærar. Drykkurinn er sykurlaus og inniheldur 105mg af koffíni ásamt 5.9gr af hágæða kollagenpróteini sem fengið er frá FEEL Iceland. Til þessa hafa tvær tegundir verið í boði; límónu og ylliblóma annars vegar og mangó og ferskju hins vegar. Nú er að koma á markaðinn þriðja bragðtegundin, hindberja og apríkósu. Þessi viðbót við COLLAB línuna er nú þegar fáanleg í fjölda verslana og er væntanlegt í enn fleiri. COLLAB er íslensk uppfinning og er framleidd hér á landi.

Til baka