05.07.2013 | 12:19

Richard nýr framkvæmdastjori Mjallar Friggjar

 

Richard Kristinsson hefur nú tekið við sem framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, hann tók við af Kristjáni Grétarssyni fyrrum eiganda fyrirtækisins.  Richard hefur unnið hjá Mjöll Frigg síðan 2009, fyrst sem rannsóknar- og þróunarstjóri og síðan 2011 sem rekstrarstjóri.  Hann er með doktorsgráðu í réttarerfðafræði frá University of Denver í Bandaríkjunum, en þangað fór hann á sundstyrk í háskólanám. Doktorsverkefni hans var þróun og réttarfræðileg staðfæring á tækni til sundurskiljunar hvatberaerfðaefnis (mtDNA) til notkunar í sakamálum.  Því má með sanni segja að Richard hafi synt í gegnum háskólaárin og útskrifast sem doktor í CSI fræðum eins og við þekkjum úr CSI sjónvarpsþáttunum.

Mikil undirbúnings- og þróunarvinna hefur farið fram á smásöluvörunum frá Mjöll Frigg.  Sem dæmi má nefna hefur Glitra náð miklum árangri með endurbættri uppskrift ásamt breyttum umbúðum.  Ölgerðin hefur nú eignast Mjöll Frigg að fullu og munum við í framhaldi þessara breytinga auka vigt vöruþróunar í fyrirtækinu ásamt markaðssetningu og fara með fullum krafti inná stórnotendasvið. 

Til baka