20.01.2012 | 08:46

Spurt og svarað um óvottað salt (iðnaðarsalt)

IðnaðarsaltVill Ölgerðin ekki að biðjast afsökunar? Jú.  Ölgerðin baðst afsökunar
Forstjóri Ölgerðarinnar baðst afsökunar á mistökum í sjónvarpsfréttum í fyrsta viðtali við fjölmiðil, laugardaginn 14. Janúar. Á vefsíðu Ölgerðarinnar er yfirlýsing þar sem sú afsökunarbeiðni er endurtekin.

Hefur götusalt verið notað í matvæli hérlendis?     Nei
Götusalt hefur ALDREI verið sett í matvörur á Íslandi. Götusalt er ekkert líkt vottuðu og óvottuðu salti, enda framleitt á öðrum stað og með og með öðrum hætti.

Er munur á innihaldi í vottuðu og óvottuðu salti (iðnaðarsalti)?     Nei
Það er enginn munur á vottuðu salti og óvottuðu, hvorki í útliti né innihaldi.  Saltið sem um ræðir er 99,6% hreint salt sem er langt umfram það lágmark sem alþjóðlegir staðlar (Codex Alimentarius 150-1985) segja til um. Innihaldslýsingin á vottuðu salti og óvottuðu salti er svo til nákvæmlega eins. Mælingar á sýnum úr saltinu hérlendis staðfesta mælingar framleiðandans um hreinleika saltsins.
 
Seldi Ölgerðin óvottað salt (iðnaðarsalt) sem matvælasalt?        Nei
Ölgerðin hefur alltaf afhent óvottað salt í upprunalegum umbúðum með nákvæmu vörulýsingarblaði og undir upprunalegu nafni.

Blekkti Ölgerðin ekki viðskiptavini sína?         Nei
Ölgerðin og viðskiptavinir hennar voru jafn grandalausir gagnvart því að saltið skorti formlega vottun  sérstaklega til matvælaframleiðslu.

Er óvottað salt (iðnaðarsalt) ekki framleitt allt öðruvísi en vottað salt?    Nei
Vottað salt og óvottað salt (iðnaðarsalt) er fengið úr sömu saltlögunum undir Jótlandi í Danmörku. Saltið er unnið og geymt með sama hætti, í verksmiðju í Mariager í Danmörku og er sett í samskonar umbúðir. Báðar tegundir eru framleiddar undir ISO 9001 og ISO 14001 stöðlum og verksmiðjan hefur vottun til framleiðslu á matarsalti.

Er óvottað salt (iðnaðarsalt) hættulegt heilsu manna?      Nei
Munurinn á óvottuðu salti og vottuðu eru vottaðir gæðaferlar við vinnslu, frágang, pökkun, geymslu og dreifingu á salti sem á að fara í matvælaiðnað. AkzoNobel, frameiðandinn,  segir enga ástæða til að ætla að óvottað salt  frá verksmiðju þeirra á Jótlandi, sé hættulegt heilsu manna. Vottað og óvottað salt er ekki geymt óvarið úti á plani og ekki flutt óvarið - heldur í lokuðum plastpokum eða sekkjum.

Er koparmagnið í saltinu hættulegt?     Nei.
1 kíló af vottuðu salti inniheldur 0,1 mg af kopar, en óvottað inniheldur 0,4 mg. Til að setja töluna 0,4 mg af kopar í samhengi þá má nefna að börn á aldrinum 2-5 ára ættu að innbyrða 0,4 mg af kopar á dag til að ná ráðlögðum dagskammti. Ráðlagður  dagskammtur þeirra jafngildir því koparmagni sem er í 1 kg af óvottuðu salti.

Hótaði Ölgerðin fréttamanni málshöfðun?     Nei.
Engum fréttamanni hefur nokkru sinni verið hótað málsókn. Lögmenn sendu fyrirspurn á yfirstjórn RÚV til þess að reyna að fá liðsinni við að leiðrétta frétt á erlendri v

Til baka