15.06.2015 | 13:55

Stærsta dósin er Appelsín

Stóra dósin við Borgarnes er vafalítið eitt af kennileitum Íslands og vekur mikla lukku þeirra sem eiga leið framhjá henni. Nú er Ölgerðin búin að semja við Golfklúbb Borgarnes og er dósin frá og með 7. júní orðin að stærstu Appelsíndós landsins.

Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs, var að vonum afar sáttur með þessi frábæru tíðindi: „Það var mjög ánægjulegt að við skyldum ná samningi við Golfklúbb Borgarnes enda völlurinn skemmtilegur og umhverfið fallegt. Það kom ekki annað til greina en að merkja dósina með hinum eina sanna íslenska gosdrykk, Egils appelsín.“

Jóhannes Ármannsson, framkvæmdarstjóri og vallarstjóri Hamarsvallar var einnig mjög sáttur með þetta: „Það var bara kominn tími á ferskt blóð og nýja vinda.“ Hann bætti svo við að helsti kúnnahópur vallarins séu kylfingar yfir tvítugt, og því verið að gera breytingar á vellinum til að þjóna þeim hópi betur.

Stóra Appelsíndósin sem stendur við Hamarsvöll í Borgarnesi.

Til baka