23.06.2020 | 09:47

Verðbreytingar 1. júlí

Þann 1. júlí næstkomandi tekur í gildi nýr verðlisti hjá Ölgerðinni. Breytingin er tilkomin vegna hækkana á mikilvægum kostnaðarliðum. Innflutningsvörur hækka um 1,5%. Allar innlendar framleiðsluvörur hækka um 2,5%. Undantekning frá þessu er að kolsýrðir drykkir í dósum hækka um 6,5%.
29.05.2020 | 14:16

Ánægjuleg þróun í umhverfismálum

Á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar, árið 2013 hóf Ölgerðin markvisst að vinna að samfélagsábyrgð og birti fyrstu skýrslu þess efnis það ár. Síðan þá hefur árlega verið birt staða og markmið fyrir samfélagsábyrgð á heimasíðu Ölgerðarinnar. Í ár gefum við út ESG-skýrslu í fyrsta sinn sem tekur á umhverfis þáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum og verða þessir þættir partur af ársskýrslu Ölgerðarinnar til yfirvalda í fyrsta sinn. Við stóðum okkur vel árið 2019. Kolefnisspor reksturs Ölgerðarinnar...
16.03.2020 | 13:09

Tímabundið lokað í afgreiðslu vöruhúss milli 12:00-12:30

Vegna virkjunar viðbragðsáætlunar hjá Ölgerðinni, þar sem starfstöðvum fyrirtækisins er skipt upp í einingar, verður afgreiðsla vöruhúss lokað milli 12:00-12:30 vegna matartíma. Takk fyrir að sýna skilning í ljósi aðstæðna.
13.03.2020 | 16:22

Ölgerðin með ítarlegar viðbúnaðaráætlanir sem tryggja öryggi

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur virkjað ítarlegar viðbúnaðaráætlanir sem miða að því að tryggja öryggi neytenda og starfsmanna fyrirtækisins í ljósi Covid-19 veirunnar. Auk hefðbundinna aðgerða á borð við að fylgja til hins ítrasta leiðbeiningum sóttvarnarlæknis, hefur fyrirtækið aukið fræðslu til starfsmanna um hreinlæti og þvott og öll þrif verið verulega aukin, ekki síst á öllum snertiflötum, hefur Ölgerðin ennfremur gripið til fjölda annarra aðgerða. Má þar nefna að allar heimsóknir í fy...
13.03.2020 | 15:09

Ölgerðin býður viðskiptavinum endurskil á vörum í ljósi aðstæðna

Í ljósi þeirra fordæmalausu stöðu sem upp er komin hér á landi vegna Covid-19 veirunnar og ákvörðunar yfirvalda um samkomubann, standa fjölmargir rekstraraðilar frammi fyrir erfiðri stöðu. Afbókunum fjölgar og samkomubann takmarkar enn frekar stöðu þessara aðila, sem sumir hverjir sitja uppi með talsverðar umframbrigðir af vörum frá birgjum eins og Ölgerðinni. Vegna þessara aðstæðna, til að leggja sitt af mörkum og létta undir með viðskiptavinum, býðst Ölgerðin til þess að taka til baka allar vö...
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  38