19.03.2014 | 08:51

Jagermeister - skemmtileg auglýsing tekin upp á Íslandi

Þessi Jagermeister augýsing var stórt verkefni unnið með virtum leikstjóra sem heitir Seb Edwards, hjá Academy film í London.
Hugmyndin var að brimbretta gaurar færu í vetrarferð og leggja mikið á sig til að komast á ís - og snjó slóðir til að leika sér á brimbrettum. Þeir enda svo í Jökulsárlóni með brettin.
Tökurnar fóru aðallega fram fyrir norðan , en farið var hringinn um landið til að leita tökustaða.
13.03.2014 | 22:15

Ölgerðin fær þekkingarverðlaun FVH

Ölgerðin þekkingarfyrirtæki FVHFélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur valið Þekkingarfyrirtæki ársins.FVH hefur valið Ölgerðina sem þekkingarfyrirtæki ársins en Össur, Já og LS Retail voru tilnefnd til verðlaunanna.
07.03.2014 | 13:45

Ölgerðin tilnefnd til Íslensku þekkingar- verðlaunanna.

Ölgerðin er tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna sem afhent verða á Íslenska þekkingardeginum þann 14. mars nk.
06.03.2014 | 10:32

Öskudagsgleði í Ölgerðinni

Öskudagurinn er alltaf tekinn hátíðlega í Ölgerðinni, við tókum fagnandi á móti syngjandi gestum frá opnun til lokunar. Starfsfólk vann að undirbúningi og pakkaði nammi 3300 poka sem kláruðust fljótt. Mikil gleði og stemning ríkti í húsinu.
26.02.2014 | 12:55

Hressing leggur UNICEF lið

Um þessar mundir vekur UNICEF á Íslandi athygli á aðstæðum barna á flótta um allan heim. Við erum stolt af því að hafa verið meðal fjölda fyrirtækja sem gerðu þessa auglýsingu að veruleika, með því að sjá öllum sjálfboðaliðunum sem komu að gerð hennar fyrir hressingu á meðan á tökum stóð. Við hvetjum auðvitað alla að leggja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta lið!
1  |  ...  |   25   |   26   |   27   |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |  ...  |  38