06.03.2014 | 10:32

Öskudagsgleði í Ölgerðinni

Öskudagurinn er alltaf tekinn hátíðlega í Ölgerðinni, við tókum fagnandi á móti syngjandi gestum frá opnun til lokunar. Starfsfólk vann að undirbúningi og pakkaði nammi 3300 poka sem kláruðust fljótt. Mikil gleði og stemning ríkti í húsinu.
26.02.2014 | 12:55

Hressing leggur UNICEF lið

Um þessar mundir vekur UNICEF á Íslandi athygli á aðstæðum barna á flótta um allan heim. Við erum stolt af því að hafa verið meðal fjölda fyrirtækja sem gerðu þessa auglýsingu að veruleika, með því að sjá öllum sjálfboðaliðunum sem komu að gerð hennar fyrir hressingu á meðan á tökum stóð. Við hvetjum auðvitað alla að leggja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta lið!
22.02.2014 | 09:04

Ölgerðin fær 3 lúðra á ÍMARK

Takk fyrir Malt fékk tvo lúðra, bæði fyrir bestu herferðina og bestu kvikmynduðu auglýsinguna. Smint- Ísjaki fékk lúður í flokknum veggspjöld og skilti.
21.02.2014 | 08:22

Skrifstofur Ölgerðarinnar eru lokaðar eftir hádegi í dag, 21.febrúar vegna jarðarfarar.

Skrifstofur Ölgerðarinnar eru lokaðar frá kl.12 í dag, 21. febrúar, vegnar útfarar Ólafs Kr. Guðmundssonar framkvæmdastjóra.
17.02.2014 | 13:53

Minni pappírsnotkun

Ölgerðin hefur tekið í notkun Rent A Prent, umhverfisvæna prentþjónustu frá Nýherja. Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að innleiðing á Rent A Prent sé í takt við stefnu Ölgerðarinnar í umhverfismálum.
1  |  ...  |   26   |   27   |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |  ...  |  39