06.02.2014 | 11:16

Kristall skemmir ekki glerung

Í kjölfar umræðu um glerungseyðingu er mikilvægt að það komi fram að Kristall með og án bragðefna er tannvæn vara og skemmir ekki glerung!

Kristal er tannvænn og skiptir þar engu hvort um er að ræða bláan Kristal (án bragðefna), eða Kristal með bragðefnum.
30.01.2014 | 16:38

Grand Marnier leikur

Föstudaginn 31.janúar 2014 var dregið í Grand Marnier leiknum. Heppinn viðskiptavinur Fríhafnarinnar vann ferð fyrir tvo í tvær nætur til Frakklands. Flogið er til Parísar þar sem Grand Marnier eru heimsóttir og gist yfir nótt. Síðan er gist í kastala Chateau de Bourg í suður Frakklandi og fylgst með hvernig Grand Marnier verður til.
27.01.2014 | 13:50

Mjöðurinn Kvasir

Á bóndadaginn kom frá Borg Brugghúsi mjöðurinn Kvasir. Mjöður er ekki bjór heldur gerjað hunang. Hann er léttur og bragðgóður, hann verður aðeins framleiddur í takmörkuðu upplagi.
17.01.2014 | 13:56

Ölgerðin færir Landsbjörgu rúmar 16 milljónir

Rúmlega sextán milljónir króna söfnuðust til Slysavarnafélagsins Landsbjargar í sérstöku átaki Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar sem fólst í því að 10 krónur af hverri seldri flösku og dós af Malti rann beint til félagsins í tilefni af 100 ára afmæli fyrirtækisins.
30.12.2013 | 10:57

Andri Þór og Októ fá viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins

Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Októ Einarsson stjórnarformaður fengu í dag Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2013, verðlaunin voru afhent við formlega athöfn á Grillinu Hótel Sögu í hádeginu.
1  |  ...  |   27   |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |  ...  |  39