06.11.2013 | 14:22

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar fór fram í Þjóðleikhúsinu sl. föstudag 1.nóvember kl.10-12. Aðalfyrirlesari var Indra Nooyi forstjóri PepsiCo og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Umræður undir stjórn Höllu Tómasdóttur. Fundurinn var þéttsetinn og færri komust að en vildu. Megin umfjöllunarefnið var ábyrgur fyrirtækjarekstur til framtíðar.
01.11.2013 | 16:19

Sögulegur samningur

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og SAMbíóin hófu í dag samstarf sem felur í sér að SAMbíóin munu héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum.

Óhætt er að fullyrða að samstarfið sé sögulegt því þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjátíu ár sem SAMbíóin bjóða gosdrykki Ölgerðarinnar til sölu í kvikmyndahúsum sínum.
30.09.2013 | 08:09

Indra Nooyi til Íslands

Indra Nooyi er forstjóri PepsiCo og ein af valdamestu konum heims. Hún mun heimsækja Ísland í nóvember af tilefni 100 ára afmæli Ölgerðarinnar.
15.08.2013 | 13:10

Grillveisla í hádeginu - sumarstarfsmenn kvaddir

Mánudaginn 12.ágúst var haldin grillveisla í hádeginu til að kveðja sumarstarfsmenn. Þeir hafa gert okkur kleift að komast í sumarfrí.
29.07.2013 | 08:48

Söguganga um slóðir Ölgerðarinnar 8.ágúst

Í tilefni 100 ára afmælis Ölgerðarinnar mun Stefán Pálsson í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur fara í sögugöngu um slóðir Ölgerðarinnar í Reykjavík 8.ágúst nk. kl. 20, lagt er af stað frá Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti.
1  |  ...  |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |  ...  |  38