27.11.2013 | 15:25

Myndbönd frá Hátíðarfundi Ölgerðarinnar

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar fór fram í Þjóðleikhúsinu 1.nóvember sl. Það var húsfyllir og almenn ánægja með fundinn. Indra Nooyi forstjóri PepsiCo heimsótti Ölgerðina, hún var aðalfyrirlesari hátíðarfundarins. Andri Þór Guðmundsson var einnig með erindi og í lok fundar voru umræður undir stjórn Höllu Tómasdóttur.
Eftir fjölmargar fyrirspurnir höfum við nú gert myndbönd frá hátíðarfundinum aðgengileg fyrir þá sem ekki komust á fundinn.
08.11.2013 | 09:54

Bjórskólinn & jólabjórinn

Bjórskólinn heldur áfram að bæta íslenska bjórmenningu með markvissum hætti og er nú tekin við þjálfun bjórsmökunnarhópa á veraldarvefnum. Mbl.is fjallaði um málið rétt í þessu og hér má sjá grein um þetta ásamt myndbandi þar sem Stefán Pálsson og Valli bruggmeistari leggja línurnar við smökkun Jólabjóranna 2013
06.11.2013 | 14:22

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar fór fram í Þjóðleikhúsinu sl. föstudag 1.nóvember kl.10-12. Aðalfyrirlesari var Indra Nooyi forstjóri PepsiCo og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Umræður undir stjórn Höllu Tómasdóttur. Fundurinn var þéttsetinn og færri komust að en vildu. Megin umfjöllunarefnið var ábyrgur fyrirtækjarekstur til framtíðar.
01.11.2013 | 16:19

Sögulegur samningur

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og SAMbíóin hófu í dag samstarf sem felur í sér að SAMbíóin munu héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum.

Óhætt er að fullyrða að samstarfið sé sögulegt því þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjátíu ár sem SAMbíóin bjóða gosdrykki Ölgerðarinnar til sölu í kvikmyndahúsum sínum.
30.09.2013 | 08:09

Indra Nooyi til Íslands

Indra Nooyi er forstjóri PepsiCo og ein af valdamestu konum heims. Hún mun heimsækja Ísland í nóvember af tilefni 100 ára afmæli Ölgerðarinnar.
1  |  ...  |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |  ...  |  38