15.08.2013 | 13:10

Grillveisla í hádeginu - sumarstarfsmenn kvaddir

Mánudaginn 12.ágúst var haldin grillveisla í hádeginu til að kveðja sumarstarfsmenn. Þeir hafa gert okkur kleift að komast í sumarfrí.
29.07.2013 | 08:48

Söguganga um slóðir Ölgerðarinnar 8.ágúst

Í tilefni 100 ára afmælis Ölgerðarinnar mun Stefán Pálsson í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur fara í sögugöngu um slóðir Ölgerðarinnar í Reykjavík 8.ágúst nk. kl. 20, lagt er af stað frá Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti.
05.07.2013 | 12:19

Richard nýr framkvæmdastjori Mjallar Friggjar

Richard Kristinsson hefur nú tekið við sem framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, hann tók við af Kristjáni Grétarssyni fyrrum eiganda fyrirtækisins.
19.06.2013 | 20:35

Ölgerðin hlýtur jafnlaunavottun VR

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, sem fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári, fékk í dag jafnlaunavottun VR.  Ölgerðin er þar með tíunda fyrirtækið hér á landi til að fá slíka vottun. Jafnlaunavottunin er markviss leið til að uppfylla kröfur nýs jafnlaunastaðals en fyrirtæki sem uppfylla hann geta fengið vottun um að launajafnrétti sé til staðar. Það var Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri VR sem afhentu Októ Einarssyni stjórnarformanni Ölgerðarinnar jafnlaunavot...
14.06.2013 | 13:51

30 ára starfsafmæli

Árið 1983 tók Anna Ottadóttir til starfa í Ölgerðinni, en hún leysti þá systur sína af á meðan hún fór í sumarfrí. Systirin er löngu komin aftur úr fríi en Ölgerðin hefur verið þeirrar ánægju aðnjótandi að Anna starfar enn hjá fyrirtækinu og hefur gert allar götur síðan þá. Anna er skvetta, hress og ansi stríðin. Óskum við henni hjartanlega til hamingju með starfsafmælið.
1  |  ...  |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |  ...  |  38