01.11.2013 | 16:19

Sögulegur samningur

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og SAMbíóin hófu í dag samstarf sem felur í sér að SAMbíóin munu héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni í kvikmyndahúsum sínum.

Óhætt er að fullyrða að samstarfið sé sögulegt því þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjátíu ár sem SAMbíóin bjóða gosdrykki Ölgerðarinnar til sölu í kvikmyndahúsum sínum.
30.09.2013 | 08:09

Indra Nooyi til Íslands

Indra Nooyi er forstjóri PepsiCo og ein af valdamestu konum heims. Hún mun heimsækja Ísland í nóvember af tilefni 100 ára afmæli Ölgerðarinnar.
15.08.2013 | 13:10

Grillveisla í hádeginu - sumarstarfsmenn kvaddir

Mánudaginn 12.ágúst var haldin grillveisla í hádeginu til að kveðja sumarstarfsmenn. Þeir hafa gert okkur kleift að komast í sumarfrí.
29.07.2013 | 08:48

Söguganga um slóðir Ölgerðarinnar 8.ágúst

Í tilefni 100 ára afmælis Ölgerðarinnar mun Stefán Pálsson í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur fara í sögugöngu um slóðir Ölgerðarinnar í Reykjavík 8.ágúst nk. kl. 20, lagt er af stað frá Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti.
05.07.2013 | 12:19

Richard nýr framkvæmdastjori Mjallar Friggjar

Richard Kristinsson hefur nú tekið við sem framkvæmdastjóri Mjallar Friggjar, hann tók við af Kristjáni Grétarssyni fyrrum eiganda fyrirtækisins.
1  |  ...  |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |  ...  |  39