13.06.2013 | 13:55

Minni einingar

Appelsín og Pepsi krílin á markað – minni einingar til móts við þarfir neytenda
Appelsín og Pepsi er nú komið í verslanir í 33cl plastflöskum sem kallaðar eru kríli, en með þeim er ekki aðeins komið til móts við þarfir neytenda um minni umbúðir, heldur er þetta jafnramt hluti af samfélagsábyrgð Ölgerðarinnar.
Nýju flöskurnar, krílin draga nafn sitt af lögun og stærð, en þær eru minni og breiðari en 50cl flaskan.  
„Neytendur hafa kallað eftir minni umbúðum og það er okkur sannkölluð ánægja ...
01.06.2013 | 15:43

Ölgerðin styrkir Landsbjörg

10 krónur af hverri Maltflösku renna til Landsbjargar á aldarafmæli Ölgerðarinnar. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, sem fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári, hefur ákveðið að 10 krónur af hverri seldri flösku af Malti skuli renna til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Þetta tilkynnti Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í sérstakri sjónvarpssöfnun fyrir Landsbjörg.

„Ölgerðin hefur frá upphafi lagt áherslu á að gefa af sér og vera í nánu sambandi við samfélagið. Okkur fannst við hæ...
30.05.2013 | 09:14

Fyrirtæki ársins 2013

Ölgerðin færist upp í 11. sæti á lista VR yfir fyrirtæki ársins Nýlega voru birtar niðurstöður viðamikillar könnunar meðal félagsmanna VR.  Ölgerðin Egill Skallagrímsson er nú í 11. sæti með svarhlutfall uppá 70-79% og heildareinkunn 4,27 (á skalanum 0-5).  Starfsfólk  Ölgerðarinnar eru afar markmiðadrifin í þessari könnun eins og almennu starfi og fagna því þeim árangri sem náðst hefur undanfarin ár.  Ár 2010 2011 2012 2013 ...
13.05.2013 | 10:21

Ölgerðin skrifar undir Global Compact

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur sótt um aðild að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja.  Í því felst skuldbinding til að framfylgja tíu viðmiðum um samfélagsábyrgð.  Þau viðmið snúa að mannréttindum, starfsmannamálum, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu.  Árlega verður gefin út skýrsla um framganga þeirra viðmiða ásamt ítarlegu samfélagsábyrgðarverkefni Ölgerðarinnar.
Undanfarin ár hefur verið unnið að því að marka félaginu skýra stefnu í samfélagsábyrgð,...
17.04.2013 | 12:58

Ölgerðin veitir 100 milljónum til samfélagsverkefna

Ölgerðin mun veita 100 milljónum króna til samfélagsverkefna á árinu en í ár er fyrirtækið 100 ára gamalt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun. Ölgerð Egils Skallagrímssonar fagnar því í dag að 100 ár eru frá því að Tómas Tómasson stofnaði fyrirtækið í kjallara Þórshamars við Templarasund.  Fyrirtækið var þá starfrækt í tveimur herbergjum í kjallara hússins, sem Alþingi á í dag, en er nú í 20.000 fermetra húsnæði við Grjótháls. Á fréttamannafundi í Þórshamri í dag tilkynntu Októ Einarsson,...
1  |  ...  |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38