26.11.2012 | 08:46

Íslenskir safar og íþróttadykkir frá Ölgerðinni sigursælir

Foodbev er eitt þekktasta útgáfufyrirtækið í matvæla- og drykkjarvörugeiranum og hefur haldið allar helstu verðlaunahátíðir á þessi sviði um árabil.  The InterBev Awards 2012 fékk yfir 170 innsendingar í keppnina frá 15 löndum í 30 flokka, sem sýnir áþreifanlega mikla grósku í nýjungum á drykkjarvörumarkaði um heim allan.
Í keppninni 2012 fékk Ölgerðin Egill Skallagrímsson 4 tilnefningar.  Floridana Andoxun og Floridana Engifer hlutu tilnefningu sem bestu virknidrykkirnir („best functional drin...
01.05.2012 | 22:18

Afgreiðslugjald

Þann 1. maí mun Ölgerðin leggja 2.500 kr afgreiðslugjald á allar pantanir sem eru undir 12.000 kr m/vsk.

Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt að litlum pöntunum hefur fjölgað mikið og af því hlotist umtalsvert óhagræði sem við viljum bæta í samvinnu við ykkur.

Nánari upplýsingar veita sölufulltrúar Ölgerðarinnar.
24.02.2012 | 13:45

ÁTVR hafnar Páskagulli

ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.  Ástæða höfnunnar segir ÁTVR meðal annars vera að litur umbúða og myndskreyting höfði sérstaklega til barna, einkum um páska.   Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingstöðum fram yfir páska. 

Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum.  Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu og mun skjóta málinu til fjármálaráðuneytisins. 

Í...
23.02.2012 | 11:11

Öskudagur í Ölgerðinni

Öskudagurinn heppnaðist vonum framar í gær og ekki var verra að enda hann með tónleikum Mugison í gærkvöldi. Um 2500 börn mættu í heimsókn til okkar og var vel tekið á móti þeim, þar sem þau fengu Appelsín, Floridana, Mentos, Kit-Kat og Chupa sleikjó. Síðan voru teknar myndir af þeim og blandaði jafnvel Peppi sér í leikinn. Stöð 2 mætti á staðinn á fjallaði um Ölgerðina, hvernig við starfsfólk fögnum deginum sem og hvernig við tökum á móti krökkunum og er óhætt að segja að við höfum fengið glimr...
17.02.2012 | 17:50

Ölgerðin tekur nýtt viðskiptakerfi til notkunar

Þann 1.mars n.k. tekur Ölgerðin í notkun nýtt viðskiptakerfi, Dynamics Ax ( Axapta).

Með innleiðingu á kerfinu vonumst við til að geta veitt enn betri þjónustu en hingað til. Í ljósi reynslunnar má hins vegar reikna með því að einhverjir hnökrar verði fyrstu vikurnar. Við vonum að óþægindi verði sem allra minnst fyrir viðskiptavini okkar. 

Ölgerðin hefur farið í gegnum langt og strangt undirbúningsferli  og er því vel í stakk búin að bregðast við ef það koma upp einhver vandamál. Við biðjum u...
1  |  ...  |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38