17.04.2013 | 12:58

Ölgerðin veitir 100 milljónum til samfélagsverkefna

Ölgerðin mun veita 100 milljónum króna til samfélagsverkefna á árinu en í ár er fyrirtækið 100 ára gamalt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun. Ölgerð Egils Skallagrímssonar fagnar því í dag að 100 ár eru frá því að Tómas Tómasson stofnaði fyrirtækið í kjallara Þórshamars við Templarasund.  Fyrirtækið var þá starfrækt í tveimur herbergjum í kjallara hússins, sem Alþingi á í dag, en er nú í 20.000 fermetra húsnæði við Grjótháls. Á fréttamannafundi í Þórshamri í dag tilkynntu Októ Einarsson,...
23.01.2013 | 09:20

Ný löggjöf um auglýsingar á áfengi

Fyrir Alþingi liggur frumvarp innanríkisráðherra um "skýrara bann við áfengisauglýsingum". Margt í frumvarpinu er umhugsunarvert. Erlendir aðilar geta auglýst sínar bjórtegundir í gegnum erlent sjónvarpsefni, erlend tímarit og internetið. Með algeru auglýsingabanni myndi halla mjög á innlenda framleiðslu á bjór og áfengi. Þess ber að geta að nú þegar er Ísland með ströngustu áfengislöggjöf í heimi utan arabaheimsins. Í Noregi, þar sem afar stífar reglur gilda, er þrátt fyrir allt sala á bjór und...
26.11.2012 | 08:46

Íslenskir safar og íþróttadykkir frá Ölgerðinni sigursælir

Foodbev er eitt þekktasta útgáfufyrirtækið í matvæla- og drykkjarvörugeiranum og hefur haldið allar helstu verðlaunahátíðir á þessi sviði um árabil.  The InterBev Awards 2012 fékk yfir 170 innsendingar í keppnina frá 15 löndum í 30 flokka, sem sýnir áþreifanlega mikla grósku í nýjungum á drykkjarvörumarkaði um heim allan.
Í keppninni 2012 fékk Ölgerðin Egill Skallagrímsson 4 tilnefningar.  Floridana Andoxun og Floridana Engifer hlutu tilnefningu sem bestu virknidrykkirnir („best functional drin...
01.05.2012 | 22:18

Afgreiðslugjald

Þann 1. maí mun Ölgerðin leggja 2.500 kr afgreiðslugjald á allar pantanir sem eru undir 12.000 kr m/vsk.

Þróunin undanfarin ár hefur verið í þá átt að litlum pöntunum hefur fjölgað mikið og af því hlotist umtalsvert óhagræði sem við viljum bæta í samvinnu við ykkur.

Nánari upplýsingar veita sölufulltrúar Ölgerðarinnar.
24.02.2012 | 13:45

ÁTVR hafnar Páskagulli

ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.  Ástæða höfnunnar segir ÁTVR meðal annars vera að litur umbúða og myndskreyting höfði sérstaklega til barna, einkum um páska.   Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingstöðum fram yfir páska. 

Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum.  Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu og mun skjóta málinu til fjármálaráðuneytisins. 

Í...
1  |  ...  |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38   |   39