23.02.2012 | 11:11

Öskudagur í Ölgerðinni

Öskudagurinn heppnaðist vonum framar í gær og ekki var verra að enda hann með tónleikum Mugison í gærkvöldi. Um 2500 börn mættu í heimsókn til okkar og var vel tekið á móti þeim, þar sem þau fengu Appelsín, Floridana, Mentos, Kit-Kat og Chupa sleikjó. Síðan voru teknar myndir af þeim og blandaði jafnvel Peppi sér í leikinn. Stöð 2 mætti á staðinn á fjallaði um Ölgerðina, hvernig við starfsfólk fögnum deginum sem og hvernig við tökum á móti krökkunum og er óhætt að segja að við höfum fengið glimr...
17.02.2012 | 17:50

Ölgerðin tekur nýtt viðskiptakerfi til notkunar

Þann 1.mars n.k. tekur Ölgerðin í notkun nýtt viðskiptakerfi, Dynamics Ax ( Axapta).

Með innleiðingu á kerfinu vonumst við til að geta veitt enn betri þjónustu en hingað til. Í ljósi reynslunnar má hins vegar reikna með því að einhverjir hnökrar verði fyrstu vikurnar. Við vonum að óþægindi verði sem allra minnst fyrir viðskiptavini okkar. 

Ölgerðin hefur farið í gegnum langt og strangt undirbúningsferli  og er því vel í stakk búin að bregðast við ef það koma upp einhver vandamál. Við biðjum u...
01.02.2012 | 15:18

Heillakeðja barnanna 2012

Árið 2012 munu 12 íslensk fyrirtæki helga börnum og réttindum þeirra einn mánuð.  Ölgerðin er stolt af því að vera eitt þessara fyrirtækja og fá tækifæri til þess að styðja við starfsemi samtakanna.Einstaklingar munu einnig geta tekið þátt í Heillakeðju barnanna með því að stofna sínar eigin á vefnum heillakedjan.is.  Þar velurðu verkefni í þágu barna til að styrkja og býður vinum að taka þátt í keðjunni.  Sá einstaklingur eða hópur sem nær að safna mestu fé eða flestum þátttakendum í hverjum má...
20.01.2012 | 18:15

Ölgerðin biðst afsökunar

Ölgerðin biður neytendur afsökunar á því að salt, sem fyrirtækið seldi til matvælaiðnaðar, hafði ekki formlega vottun til nota í matvælaframleiðslu og gat því vakið efasemdir neytenda um gæði og hollustu einstakra matvæla frá íslenskum fyrirtækjum. Forstjóri Ölgerðarinnar baðst afsökunar á þessum mistökum í fyrsta viðtali í fjölmiðlum um þetta mál laugardaginn 14. janúar og strax á mánudegi var formleg afsökunarbeiðni komin inn vefsíðu Ölgerðarinnar. 
Ölgerðin var hvorki vísvitandi né í gróðask...
20.01.2012 | 08:46

Spurt og svarað um óvottað salt (iðnaðarsalt)

Vill Ölgerðin ekki að biðjast afsökunar? Jú.  Ölgerðin baðst afsökunar
Forstjóri Ölgerðarinnar baðst afsökunar á mistökum í sjónvarpsfréttum í fyrsta viðtali við fjölmiðil, laugardaginn 14. Janúar. Á vefsíðu Ölgerðarinnar er yfirlýsing þar sem sú afsökunarbeiðni er endurtekin.Hefur götusalt verið notað í matvæli hérlendis?     Nei
Götusalt hefur ALDREI verið sett í matvörur á Íslandi. Götusalt er ekkert líkt vottuðu og óvottuðu salti, enda framleitt á öðrum stað og með og með öðrum hætti.

Er ...
1  |  ...  |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38   |   39