29.11.2011 | 10:09

Mikil sala á jólabjórum frá Ölgerðinni

Frétt af vef ÁTVR:Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember.  Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.
 
Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því  tveimur dögum.  Það skýrir hins vegar ekki muninn á seldu magni nema að litlu leyti.   Heildarsala jólabjórs ...
19.10.2011 | 14:17

Bruggmeistari Ölvisholts til liðs við Ölgerðina

Valgeir Valgeirsson, fyrrum bruggmeistari í Ölvisholti, hefur nú gengið til liðs við Ölgerðina. Sem bruggmeistari í Ölvisholti hefur Valgeir þróað fjölda vel heppnaðra bjóra og á heiðurinn af öllum vörumerkjum þaðan. Valgeir er með mastersgráðu í bruggun og eimingu frá Heriot Watt háskólanum í Skotlandi og er auk þess lífefnafræðingur. Valgeir starfaði á rannsóknarstofu Ölgerðarinnar áður en hann hóf bruggmeistaranám í Skotlandi og fékk að loknu námi sínu þar, vinnu hjá Heather Ale brugghúsinu þ...
13.10.2011 | 09:27

Með Bjórskólanum til Köben

Spennandi ferð fyrir sanna bjóráhugamenn til Kaupmannahafnar 3. - 6. nóvember næstkomandi. Gist er á Imperial Hotel sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel við Ráðhústorgið. Virkilega flott ferð fyrir alla áhugasama um bjór og bjórmenningu.Smelltu hér til að lesa meira um þessa frábæru ferð.
08.08.2011 | 15:34

Facebook viðvörun um barnamat er RÖNG

Um og eftir helgina 5-7. ágúst hafa margir notendur á Facebook birt viðvörun um Nestle barnamat. Þessi viðvörun er RÖNG.
Í júní sl. innkallaði Nestlé í Frakklandi staka sendingu af barnamat með bananabragði, „Nestlé” „P’tit Pot” „Recette Banana“. Þessi innköllun var gerð í öryggisskyni og náði einungis til einnar sendingar af þessum tiltekna barnamat - og AÐEINS í Frakklandi.
Ekkert annað land í Evrópu hefur þessa tilteknu vöru á boðstólum og því engin ástæða fyrir íslenska neytendur að hafa áh...
23.06.2011 | 10:13

Verðhækkun á gosdrykkjum

Verðhækkun á gosdrykkjum

Í kjölfarið á miklum verðhækkunum sem hafa orðið á hráefnum sem og hækkunum á óbeinum framleiðsukostnaði, s.s. rafmagni, hita, olíu,  launum o.s.frv., getur Ölgerðin ekki komist hjá því að hækka verð á gosdrykkjum frá og með 5. júlí nk.

Síðasta verðbreyting var í ágúst 2009 en síðan þá hefur félagið hagrætt eins og kostur er til að halda verðum niðri. Sem dæmi um verðhækkanir á þessu tímabili má nefna eftirfarandi:

Vísitala neysluverðs    8,6%
Launavísitala    14,9%
Á...
1  |  ...  |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38   |   39