06.12.2019 | 10:13

Ölgerðin furðar sig á rangfærslum og ósamræmi VR

-Styttri vinnuskylda hjá Ölgerðinni um árabil
21.11.2019 | 11:27

Allar plastflöskur úr 50% endurunnu plasti 2020

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að á næsta ári munu allar okkar plastflöskur vera úr 50% endurunnu plasti! (Um þetta var fjallað í grein í morgunblaðinu 18.11.2019).
11.11.2019 | 08:15

COLLAB tilnefnt til verðlauna

COLLAB var nýverið tilnefnt til alþjóðlegra drykkjarvöruverðlauna. Þetta er í annað skipti sem að COLLAB fær slíka tilnefningu en núna er varan tilnefnd sem besti virknidrykkurinn (e. Functional drink) í World Beverage Innovation Award. Tilkynnt verður um sigurvegarann í næstu viku. Þetta er svo sannarlega góð og mikil viðurkenning á okkar vöruþróunarstarfi. COLLAB er samstarfsverkefni Ölgerðarinnar og FEEL Iceland en í hverri dós eru 5.9gr af hágæða kollageni.
11.10.2019 | 16:03

Jólaöl klárt í kælinn

Við í Ölgerðinni erum að komast í jólaskap og tilkynnum breytingar á einni af okkar jólavörum. Að þessu sinni verður Jólaölið sívinsæla í bláu dósunum eingöngu til í 330ml dósum og verður selt í 10stk pakkningum. Jólaöl er blanda af gamla og góða Egils Hvítölinu og Egils Appelsíni því sumir kjósa að hafa Egils Hvítöl í sinni jólablöndu. Þessar pakkningar eru auðvitað einstaklega heppilegar til að setja í ísskápinn. Varan er nú þegar komin í fjölmargar verslanir. Auðvitað er hin eina sanna jólabl...
30.09.2019 | 10:20

Jón Þorsteinn Oddleifsson nýr framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jón Þorstein Oddleifsson sem framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs fyrirtækisins.

Jón Þorsteinn er fæddur árið 1975. Hann er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hagfræðingur með framhaldspróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði en síðustu ár hefur hann sinnt viðskiptaþróun hjá Landsbréfum sem er sjóðastýringarfyrirtæki Landsbankans. Á árunum 2008-2010 var Jón Þorsteinn fjármálastjóri n...
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  39