11.11.2019 | 08:15

COLLAB tilnefnt til verðlauna

COLLAB var nýverið tilnefnt til alþjóðlegra drykkjarvöruverðlauna. Þetta er í annað skipti sem að COLLAB fær slíka tilnefningu en núna er varan tilnefnd sem besti virknidrykkurinn (e. Functional drink) í World Beverage Innovation Award. Tilkynnt verður um sigurvegarann í næstu viku. Þetta er svo sannarlega góð og mikil viðurkenning á okkar vöruþróunarstarfi. COLLAB er samstarfsverkefni Ölgerðarinnar og FEEL Iceland en í hverri dós eru 5.9gr af hágæða kollageni.
11.10.2019 | 16:03

Jólaöl klárt í kælinn

Við í Ölgerðinni erum að komast í jólaskap og tilkynnum breytingar á einni af okkar jólavörum. Að þessu sinni verður Jólaölið sívinsæla í bláu dósunum eingöngu til í 330ml dósum og verður selt í 10stk pakkningum. Jólaöl er blanda af gamla og góða Egils Hvítölinu og Egils Appelsíni því sumir kjósa að hafa Egils Hvítöl í sinni jólablöndu. Þessar pakkningar eru auðvitað einstaklega heppilegar til að setja í ísskápinn. Varan er nú þegar komin í fjölmargar verslanir. Auðvitað er hin eina sanna jólabl...
30.09.2019 | 10:20

Jón Þorsteinn Oddleifsson nýr framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur ráðið Jón Þorstein Oddleifsson sem framkvæmdastjóra fjármála- og mannauðssviðs fyrirtækisins.

Jón Þorsteinn er fæddur árið 1975. Hann er stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni og hagfræðingur með framhaldspróf í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði en síðustu ár hefur hann sinnt viðskiptaþróun hjá Landsbréfum sem er sjóðastýringarfyrirtæki Landsbankans. Á árunum 2008-2010 var Jón Þorsteinn fjármálastjóri n...
30.09.2019 | 10:08

Rauður COLLAB kominn í sölu

COLLAB kom á markaðinn snemma árs. Viðtökur hafa verið frábærar. Drykkurinn er sykurlaus og inniheldur 105mg af koffíni ásamt 5.9gr af hágæða kollagenpróteini sem fengið er frá FEEL Iceland. Til þessa hafa tvær tegundir verið í boði; límónu og ylliblóma annars vegar og mangó og ferskju hins vegar. Nú er að koma á markaðinn þriðja bragðtegundin, hindberja og apríkósu. Þessi viðbót við COLLAB línuna er nú þegar fáanleg í fjölda verslana og er væntanlegt í enn fleiri. COLLAB er íslensk uppfinning o...
25.09.2019 | 08:57

34% minnkun kolefnislosunar milli ára

Síðustu ár hefur Ölgerðin náð umtalsverðum árangri í umhverfismálum. Kolefnislosun minnkaði um 34% milli ára og er stefnan sett á að ná markmiðinu fyrir 2030 um 40% minnkun kolefnislosunar frá starfseminni á þessu ári. Málefni sem varða samfélagið er okkur mikilvæg og við setjum okkur ný og krefjandi markmið á hverju ári. Árangurinn og markmiðin má nú nálgast í samfélagsskýrslu Ölgerðarinnar hér.
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  38