14.01.2012 | 18:59

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um sölu Ölgerðarinnar á salti

Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade).
Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna.
Innihaldsmunur á þessum saltvörum er...
13.12.2011 | 08:14

Ölgerðin kaupir 51% hlut í Mjöll-Frigg

Ölgerðin hefur fest kaup á 51% hlut í framleiðslufyrirtækinu Mjöll-Frigg. Mjöll-Frigg hefur þróað og framleitt hreinlætisvörur í áratugi fyrir Íslendinga og er eitt stærsta fyrirtækið á því sviði hérlendis. Framleiðsla hreinlætisvara og sala til stórnotenda verður með óbreyttu sniði í verksmiðjunni í Hafnarfirði en sala og dreifing á neytendavörum fyrirtækisins fer framvegis í gegnum í sölu- og þjónustukerfi Ölgerðarinnar. 
Mjöll-Frigg framleiðir margar algengustu hreinlætisvörurnar sem notaðar...
29.11.2011 | 10:09

Mikil sala á jólabjórum frá Ölgerðinni

Frétt af vef ÁTVR:Mikil sala hefur verið í jólabjór frá því að sala hófst 15. nóvember.  Alls hafa verið seldir um 206 þús. lítrar. Til samanburðar þá voru seldir um 138 þús. lítrar á sama tíma í fyrra, sem er aukning um 48,8%.
 
Hafa ber í huga að upphaf jólabjórssölunnar er ekki það sama á milli ára. Í ár hófst salan þriðjudaginn 15. nóv. en fimmtudaginn 18. nóv. í fyrra og munar því  tveimur dögum.  Það skýrir hins vegar ekki muninn á seldu magni nema að litlu leyti.   Heildarsala jólabjórs ...
19.10.2011 | 14:17

Bruggmeistari Ölvisholts til liðs við Ölgerðina

Valgeir Valgeirsson, fyrrum bruggmeistari í Ölvisholti, hefur nú gengið til liðs við Ölgerðina. Sem bruggmeistari í Ölvisholti hefur Valgeir þróað fjölda vel heppnaðra bjóra og á heiðurinn af öllum vörumerkjum þaðan. Valgeir er með mastersgráðu í bruggun og eimingu frá Heriot Watt háskólanum í Skotlandi og er auk þess lífefnafræðingur. Valgeir starfaði á rannsóknarstofu Ölgerðarinnar áður en hann hóf bruggmeistaranám í Skotlandi og fékk að loknu námi sínu þar, vinnu hjá Heather Ale brugghúsinu þ...
13.10.2011 | 09:27

Með Bjórskólanum til Köben

Spennandi ferð fyrir sanna bjóráhugamenn til Kaupmannahafnar 3. - 6. nóvember næstkomandi. Gist er á Imperial Hotel sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel við Ráðhústorgið. Virkilega flott ferð fyrir alla áhugasama um bjór og bjórmenningu.Smelltu hér til að lesa meira um þessa frábæru ferð.
1  |  ...  |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38