13.10.2011 | 09:27

Með Bjórskólanum til Köben

Spennandi ferð fyrir sanna bjóráhugamenn til Kaupmannahafnar 3. - 6. nóvember næstkomandi. Gist er á Imperial Hotel sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel við Ráðhústorgið. Virkilega flott ferð fyrir alla áhugasama um bjór og bjórmenningu.Smelltu hér til að lesa meira um þessa frábæru ferð.
08.08.2011 | 15:34

Facebook viðvörun um barnamat er RÖNG

Um og eftir helgina 5-7. ágúst hafa margir notendur á Facebook birt viðvörun um Nestle barnamat. Þessi viðvörun er RÖNG.
Í júní sl. innkallaði Nestlé í Frakklandi staka sendingu af barnamat með bananabragði, „Nestlé” „P’tit Pot” „Recette Banana“. Þessi innköllun var gerð í öryggisskyni og náði einungis til einnar sendingar af þessum tiltekna barnamat - og AÐEINS í Frakklandi.
Ekkert annað land í Evrópu hefur þessa tilteknu vöru á boðstólum og því engin ástæða fyrir íslenska neytendur að hafa áh...
23.06.2011 | 10:13

Verðhækkun á gosdrykkjum

Verðhækkun á gosdrykkjum

Í kjölfarið á miklum verðhækkunum sem hafa orðið á hráefnum sem og hækkunum á óbeinum framleiðsukostnaði, s.s. rafmagni, hita, olíu,  launum o.s.frv., getur Ölgerðin ekki komist hjá því að hækka verð á gosdrykkjum frá og með 5. júlí nk.

Síðasta verðbreyting var í ágúst 2009 en síðan þá hefur félagið hagrætt eins og kostur er til að halda verðum niðri. Sem dæmi um verðhækkanir á þessu tímabili má nefna eftirfarandi:

Vísitala neysluverðs    8,6%
Launavísitala    14,9%
Á...
19.04.2011 | 11:59

Fréttatilkynning frá Ölgerðinni

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins komu á þriðjudagsmorgni á skrifstofur Ölgerðarinnar og framvísuðu heimild til þess að leggja hald á gögn hjá fyrirtækinu. Í heimildinni kom ekkert fram um ástæður leitarinnar og stjórnendur Ölgerðarinnar vissu því á þeim tíma ekki að hverju rannsóknin beindist.

Síðdegis sama dag bárust síðan þær skýringar frá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknin beindist að grun um samráð Ölgerðarinnar og Vífilfells um uppröðun og framstillingarhlutföll í kælum og hillum verslan...
1  |  ...  |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35   |   36   |   37   |   38   |   39