25.09.2019 | 08:57

34% minnkun kolefnislosunar milli ára

Síðustu ár hefur Ölgerðin náð umtalsverðum árangri í umhverfismálum. Kolefnislosun minnkaði um 34% milli ára og er stefnan sett á að ná markmiðinu fyrir 2030 um 40% minnkun kolefnislosunar frá starfseminni á þessu ári. Málefni sem varða samfélagið er okkur mikilvæg og við setjum okkur ný og krefjandi markmið á hverju ári. Árangurinn og markmiðin má nú nálgast í samfélagsskýrslu Ölgerðarinnar hér.
05.09.2019 | 13:46

Breyttur opnunartími fyrir móttöku pantana

Kæri viðskiptavinur

Frá og með mánudeginum 09. september 2019 breytist opnunartími fyrir móttöku pantana um klukkustund og lýkur kl. 16:00 í stað 17:00 alla virka daga. Ölgerðin vill með þessu koma til móts við óskir viðskiptavina okkar um afhendingu vara fyrr á hverjum degi, en með breytingunni komast bílar okkar fyrr út á morgnana til að dreifa vörum til viðskiptavina okkar.

Fyrirspurnum vegna breytinganna veita þjónustuver og sölumenn Ölgerðarinnar.
27.08.2019 | 12:46

105 KOFFÍNVATN

105 koffínvatn er ný vara frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson sem er að koma í verslanir þessa dagana.
02.07.2019 | 08:52

Ölgerðin kynnir sumarkristal

Við kynnum nýjan og spennandi sumarkristal með vatnsmelónu- og perubragði. Ölgerðin hefur það að markmiði að vera ávallt með nýjar og spennandi vörur á markaði. Þessi vara hefur slegið í gegn í sumar en hún verður tímabundið til sölu í flestum verslunum á meðan birgðir endast.
22.06.2019 | 10:11

Nýr sumardrykkur á markað - VES

Við kynnum nýjan áfengan sumardrykk – VES. VES stendur fyrir Vodka, Engifer og Sítrus og er 4,5% að styrkleika og kemur í 33cl dós. Varan er þegar komin í sölu í nokkrar verslanir ÁTVR. Þetta er þriðja varan í víngos flokki sem að Ölgerðin setur á markað en hinar tvær, G&G og LOV, hafa notið mikilla vinsælda. Þetta er tilbúinn drykkur sem við mælum með að hella yfir ísmola í fallegu glasi og skreyta með lime sneið ef vill. Ölgerðin minnir á að hófleg neysla áfengis er farsælust.
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  39