22.06.2019 | 10:11

Nýr sumardrykkur á markað - VES

Við kynnum nýjan áfengan sumardrykk – VES. VES stendur fyrir Vodka, Engifer og Sítrus og er 4,5% að styrkleika og kemur í 33cl dós. Varan er þegar komin í sölu í nokkrar verslanir ÁTVR. Þetta er þriðja varan í víngos flokki sem að Ölgerðin setur á markað en hinar tvær, G&G og LOV, hafa notið mikilla vinsælda. Þetta er tilbúinn drykkur sem við mælum með að hella yfir ísmola í fallegu glasi og skreyta með lime sneið ef vill. Ölgerðin minnir á að hófleg neysla áfengis er farsælust.
28.05.2019 | 09:01

Kolefnisjöfnun rekstur Ölgerðarinnar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson kolefnisjafnar nú 100% af sínu kolefnisspori við alla framleiðslu, sölu- og markaðssetningu og hefur undirritað samninga við Votlendissjóð og Kolvið. Ölgerðin leitar stöðugt leiða til að lágmarka þau áhrif sem starfsemi fyrirtækisins hefur á umhverfið. Þannig hefur Ölgerðin minnkað orku- og vatnsnotkun sína við alla framleiðslu, takmarkað umbúðanotkun og gripið til margvíslegra aðgerða til að gera sölu og dreifingu vara fyrirtækisins umhverfisvænni en áður. Stefna Ö...
07.05.2019 | 10:07

COLLAB tilnefnt til verðlauna í Bretlandi

COLLAB drykkur Ölgerðarinnar er tilnefndur til verðlauna í hinni virtu InnoBev 2019 keppni í Bretlandi.  COLLAB, sem slegið hefur í gegn hér á landi og selst hraðar en nokkur önnur ný vara Ölgerðarinnar síðastliðin 20 ár, keppir til úrslita ásamt 6 öðrum drykkjum í flokki virknidrykkja (e. functional drinks). COLLAB er íslensk nýsköpunarvara sem var tvö ár í þróun í samvinnu við Feel Iceland og inniheldur kollagen sem unnið er úr fiskroði sem gefur 18 mismunandi amínósýrur, þar af 8 lífsnauðynle...
03.05.2019 | 12:52

Pepsi Max Lime

Ölgerðin kynnti á markað um mánaðarmótin mars/apríl Pepsi Max með nýju bragði. Að þessu sinni með límónubragði. Varan hefur vægast sagt staðist væntingar og það má segja að Íslendingar séu mjög hrifnir af þessu samspili Pepsi Max og límónubragðsins. Það er sumarfýlingur í þessari vöru sem á einstaklega vel við þar sem sumarið er að fara vel af stað. Það kannast eflaust margir við að hafa fengið sér Pepsi Max á sólríkum dögum með límónu útí. Nú þarf ekkert að hafa fyrir því að fanga þessa upplifu...
24.04.2019 | 13:33

ÁMINNING VEGNA COLLAB

Rétt er að minna á að COLLAB drykkurinn, sem selst hefur hraðar en nokkur önnur ný vara Ölgerðarinnar síðastliðin 20 ár, inniheldur vatnsrofin kollagenprótein úr fiskroði.
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  39