16.03.2017 | 23:03

Tilkynning - L´Oreal

Nú gengur um á Facebook færsla sem gefur í skyn að L´Oreal prófi vörur sínar á dýrum og fylgja færslunni myndir sem eru allt annað en fallegar.

Til að koma því skýrt á framfæri, er rétt að taka fram að ekkert er fjær sannleikanum. Þetta er fölsk flökkufrétt sem á ekki við rök að styðjast.

L‘Oreal styðst EKKI við prófanir á dýrum til að tryggja öryggi innihaldsefna og vara. Þetta á við á öllum mörkuðum. Enginn af okkar birgjum né undirverktökum styðst við dýraprófanir né s...ér um dýraprófanir fyrir okkar hönd. L‘Oreal hefur hafnað öllum prófunum á dýrum í tæplega 30 ár og á þeim tíma hefur L‘Oreal fjárfest í því að þróa aðrar prófunaraðferðir sem eru nýttar til að tryggja gæði varanna. L‘Oreal hefur nýtt sér þessar aðferðir síðan áður en lög í Evrópu voru sett á um prófanir á dýrum.

Nánari upplýsingar má nálgast hér http://invitroskin.com

Það er mikilvægt í umræðunni að leyfa svona fölskum flökkufréttum ekki að lifa eða dreifa þeim.

 

Til baka