23.11.2016 | 13:17

Trip Advisor verðlaunar Ölgerðina

Ferðavef­ur­inn Trip Advisor hef­ur veitt Ölgerðinni Agli Skalla­gríms­syni sér­staka viður­kenn­ingu annað árið í röð fyr­ir „Taste the Saga“, sér­sniðna dag­skrá fyr­ir er­lenda ferðamenn í Gesta­stofu sinni, þar sem er farið yfir ís­lenska bjór- og vín­menn­ingu. Trip Advisor fær yfir 350 millj­ón heim­sókn­ir í hverj­um mánuði og er lang­stærsti ferðavef­ur í heimi.   

„Það er frá­bær ár­ang­ur að fá þessa miklu viður­kenn­ingu einu sinni, hvað þá annað árið í röð, enda kem­ur hún beint frá not­end­un­um, gest­un­um, sem fara af eig­in frum­kvæði og verðlauna okk­ur með þess­um hætti. Ég hef sagt það áður og ít­reka að Gesta­stof­an okk­ar er í raun ný­sköp­un í rót­grónu fyr­ir­tæki sem teyg­ir anga sína inn í ferðamennsku á Íslandi,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

„Taste the Saga Olger­d­in Brewery Tour“ er aðeins eitt fjöl­margra nám­skeiða sem boðið er upp á í Gesta­stofu Ölgerðar­inn­ar en hún hef­ur nú verið starf­rækt í tæp sjö ár.

Til baka