23.06.2011 | 10:13

Verðhækkun á gosdrykkjum

Verðhækkun á gosdrykkjum

Í kjölfarið á miklum verðhækkunum sem hafa orðið á hráefnum sem og hækkunum á óbeinum framleiðsukostnaði, s.s. rafmagni, hita, olíu,  launum o.s.frv., getur Ölgerðin ekki komist hjá því að hækka verð á gosdrykkjum frá og með 5. júlí nk.

Síðasta verðbreyting var í ágúst 2009 en síðan þá hefur félagið hagrætt eins og kostur er til að halda verðum niðri. Sem dæmi um verðhækkanir á þessu tímabili má nefna eftirfarandi:

Vísitala neysluverðs    8,6%
Launavísitala    14,9%
Ál    59,0%
Plast    60,9%
Sykur    71,9%
Bygg    79,7%
Heitt vatn    49,0%
Rafmagn    30,5%

Á móti hefur gengi krónunnar gagnvart dollar styrkst um 9,8% og gagnvart evru um 7,7%. 
Hækkunin er mest 6,9% en lægri á gosi í gleri ásamt malti og léttöli. 

Gosdrykkir í plastumbúðum    6,9%
Gosdrykkir í álumbúðum    6,9%
Gosdrykkir postmix    6,9%
Gosdrykkir í glerumbúðum    5,0%
Malt og léttöl    3,5%

Kær kveðja,
Egils drykkjarvörudeild

Til baka