08.05.2013 | 09:15

Heldur vart vatni yfir borg

Einn helsti bjórfræðingur Evrópu, sem ritað hefur einhverjar þekktustu bjórbækur sem gefnar hafa verið út, sparar ekki lofið í pistli um þrjár bjóra Borgar Brugghúss. Hann segir þá Surt, tunnuþroskaðan Surt og Júdas afskaplega merkilega bjóra og lýsir angan þeirra og bragði af mikilli nákvæmni. Bjórfræðingurinn, Adrian Tierney-Jones, er meðal annars yfirdómari í Evrópuhluta World Beer Awards og hefur hann atvinnu af því að skrifa um bjór. Hann kemur meðal annars inn á það í pistlinum að hafa hey...
06.05.2013 | 10:05

Úlfurúlfur

Fyrsti íslenski double IPA bjórinn! Á föstudaginn var, 3. maí, hófst formlega sala á ÚlfiÚlfi, nr. 17, fyrsta íslenska double IPA bjórnum í Vínbúðunum. Eftirvæntingin hefur verið mikil síðan tilraunalögun af ölinu var kynnt fyrir rúmu ári síðan á völdum börum. Bjórinn er, eins og nafn hans gefur til kynna, tvöföld útgáfa af Úlfi, nr. 3, helmingi meira af öllu, eða hér um bil. Double IPA stíllinn er sérstaklega vinsæll meðal bjóráhugamanna um heim allan. Þess ber að geta að ÚlfurÚlfur, nr. 17, ke...
17.04.2013 | 15:57

Malt 100 ára

Egils Maltextrakt var fyrsta framleiðsluvara Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og voru fyrstu flöskurnar seldar 17. apríl 1913. Malt, sem eru ómissandi þáttur á stórhátíðum, er því 100 ára í dag og fögnum við þeim tímamótum. Eru þær fáar vörurnar sem hafa staðist tímans tönn með jafn afgerandi hætti og Maltið góða.

Við ætlum að fagna þessum áfanga með ýmsum hætti og halda sérstaklega upp á Maltið. Af því tilefni höfum við látið útbúa nýja auglýsingu, sem má sjá hér.
08.04.2013 | 13:55

Nescafe 75 ára

Nescafe verður 75 ára á þessu ári og er í stöðugri sókn, nýjasta dæmi þess eru hið vinsæla Dolce Gusto kaffi.
04.02.2013 | 08:59

Fruit shoot - bragðgóður ávaxtadrykkur

Ölgerðin hefur nú hafið sölu og dreifingu á nýjum ávaxtadrykk frá Bretlandi, Fruit Shoot.

Fruit Shoot er vinsælasti krakkasafadrykkurinn í Bretlandi og hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann kom á markað þar árið 2000. Fruit Shoot ávaxtadrykkurinn hefur verið markaðssettur víða um heim, s.s. í Hollandi, Frakklandi, Ástralíu, Belgíu og Írlandi og hvarvetna fengið mjög góðar viðtökur hjá neytendum. Nú er Ísland komið í þennan hóp og næsta sumar mun Fruit Shoot verða markaðssettur í 30 fyl...
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  11