24.01.2013 | 10:52

Tveir Surtir - Þorrabjórar Borgar Brugghúss 2013

Á föstudag er bóndadagur sem markar upphaf Þorra og er jafnframt fyrsti dagurinn í Þorrabjórasölu hjá Vínbúðunum.  Fyrsti Þorrabjór Borgar, Surtur Nr.8, kom út fyrir um ári síðan og vakti heilmikla athygli.  Surtur Nr.8 var (og er) sterkasti bjór sem seldur hefur verið hér á landi og þótti einstaklega framsækinn og djarfur.  Svo fór að bjórinn seldist upp á einum degi og hlaut frábæra dóma meðal bjóráhugafólks um land allt.  Víða er ritað að um besta íslenska bjórinn frá upphafi sé að ræða, en h...
08.01.2013 | 13:11

Ný bragðtegund í Kristal Plús

Ölgerðin hefur nú framleiðslu á Kristal Plús með kókoshnetuvatni og appelsínusafa. Varan verður í boði í 0,5 og 1,5 lítra umbúðum. Það sem gerir þessa vöru einstaka er að 10% af innihaldi vörunar er hreint kókoshnetuvatn en svipaðar blöndur af kókoshnetuvatni, kolsýrðu vatni og appelsínusafa njóta vaxandi vinsælda víða á Vesturlöndum. Það er því von okkar að þessi nýjung í Kristal Plús línunni slái í gegn á Íslandi.
04.01.2013 | 12:13

Bloody Mary

Bloody Mary var fyrst borin fram á New York barnum í París upp úr 1930 en þar drukku margar frægar persónur í denn. Meðal annars skáldið Hemingway og fleiri snillingar frá Bandaríkjunum en nafnið á drykknum er sótt til drottningarinnar Mary Tudor sem réði ríkjum í fimm miskunnarlaus ár á England þar sem hún var svo vægðarlaus við óvini sína að hún fékk nafnbótina „blóðuga“.
Drykkurinn góði er hinsvegar allt annað en vægðarlaus enda mjög hressandi og sérlega góður daginn eftir mikið fjör.
Blood...
31.10.2012 | 08:59

Freistingar Odense

Nú fer að líða að því að undirbúningar jólabaksturs fari á fullan gang og því ekki seinna að vænna að skoða uppskriftir. Hérna má finna tvo virkilega flotta bæklinga sem innihalda uppskriftir að góðum smákökum og dýrðlegu konfekti.  Smelltu hér til að sjá Desember freistingar. Smelltu hér til að sjá Jólakökur.
04.10.2012 | 09:08

Bríó og Úlfur skara fram úr í alþjóðlegri keppni

Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna í alþjóðlegu bjórkeppninni World Beer Awards 2012 sem fram fór í lok september. Úlfur var valinn besti evrópski bjórinn af tegundinni IPA eða India Pale Ale og Bríó hlaut verðlaun sem besti pilsnerbjór í Evrópu, bætti svo um betur og hlaut heimsmeistaratitil í sama flokki. Báðir bjórarnir voru þróaðir í Borg Brugghúsi, örbrugghúsi Ölgerðarinnar. Vinsæll og margverðlaunaður
Bríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér en hann kom á markað 2010....
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  11