13.03.2012 | 08:48

Páskagull til sölu í vínbúðum

Í kjölfar þess að ÁTVR hafnaði því að bjórinn Páskagull yrði seldur í Vínbúðunum m.a. á grundvelli þess að merkingum væri áfátt leitaði Ölgerðin Egill Skallagrímsson álits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.  Heilbrigðiseftirlitið hefur nú skilað niðurstöðu sinni. Þar er tekið undir athugasemdir ÁTVR um að breyta þurfi merkingunum til samræmis við ákvæði gildandi laga og reglugerða um matvæli. Enn fremur er lagt til að hæfilegur frestur til úrbóta sé við næstu prentun umbúða.

Ölgerðin Egill ...
24.02.2012 | 14:02

Benedikt valinn besti páskabjórinn

Benedikt, bjór nr. 9 frá Borg Brugghúsi, var valinn besti páskabjórinn í bragðprófun Fréttatímans, en það komu saman valinkunnir bjóráhugamenn. Segir þar í umfjöllun dómnefndar: Flottur litur. Fersk lykt með gerkarakter sem minnir á vorið, mjög páskalegt og gott. Appelsíukeimur í bragðinu, maltríkur og sætur. Gott og eilítið gróft eftirbragð sem lifir vel og lengi. Fjölbreyttur og með góða áferð. Hentar eflaust betur sem lystauki fyrir mat en sem matarbjór. Ef páskabjórar eiga að minna á sumarið...
07.02.2012 | 10:45

Floridana Virkni Andoxun fær verðlaun

Foodbev.com veitti Floridana Virkni Andoxun nýlega verðlaun í flokknum Best Functional drink. Í umfjöllun dómnefndar kom m.a. eftirfarandi fram:

„A great antioxant mix drink that give the consumer a visually clear message to what the product is."
„This is a great example of a drink that delivers on its promise. Its ingredients embody all that's good for the soul, and really positions it as a true antioxidant."
„Stood out as having real pedigree and strong healthy base."  Virkilega flottur á...
04.01.2012 | 13:41

Fjallað um Surt, væntanlegan bjór nr. 8 frá Borg Brugghúsi, í Pressunni

Sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið á Íslandi er væntanlegur í vínbúðir í lok mánaðarins. Bjórinn, sem er 12 prósent, mun heita Surtur. Nafnið vísar í jötuninn sem brennir heiminn.  Surtur er þorrabjórinn frá Borg brugghúsi. Um er að ræða biksvartan „Russian Imperial Stout“ sem þykir vinsælt afbrigði meðal bjóráhugamanna. Bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson segist ekki vita til að sterkari bjór hafi verið framleiddur á Íslandi.  „Það er skemmtilegt við þennan bjór að hann mun alltaf ...
14.11.2011 | 08:22

Egils Gull valinn besti standard lager bjórinn

Egils Gull var á dögunum valinn besti standard lagerbjórinn í heiminum í samkeppninni World Beer Awards. Alls var keppt í meira en þrjátíu flokkum og valið stóð á milli ríflega fimm hundruð tegunda. Fjöldi dómara frá öllum heimshornum blindsmakkaði hverja tegund og gaf einkunn. Að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, forstjóra Ölgerðarinnar, eru þessi verðlaun staðfesting á því góða þróunarstarfi sem fer fram hjá Ölgerðinni. „Fyrir fáeinum árum var til að mynda farið að nota íslenskt bygg við framleið...
1   |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  11