16.01.2018 | 11:06

YFIRLÝSING FRÁ ÖLGERÐINNI

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem framleiddar hafa verið síðustu daga. Ástæðan er jarðvegsgerlar sem fundist hafa í neysluvatni í Reykjavík. Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi.

Til baka