Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefna er skuldbinding Ölgerðarinnar um stöðugar umbætur í jafnréttismálum og fjölbreytileika.
Horft er til ákvæða laga nr. 150/2020 um jafnan rétt kynjanna og laga nr. 86/2019 um bann við allri
mismunun fólks á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar,
efnahags, litarháttar, ætternis, skerðingar á starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða
kyntjáningar.