Spurt og svarað

Hér að neðan má finna margar þær spurningar sem okkur berast reglulega og svör við þeim.

Vörur og þjónusta

Hver getur upplýst mig varðandi afhendingu vara?
Best er að hafa samband við þjónustuver, í síma 412-8000.

Hvert sný ég mér í tengslum við gæðamál?
Á forsíðunni er hægt að senda inn ábendingar um gæðamál. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver í síma 412-8000 ef spurningar vakna.

Get ég pantað vörur hjá Ölgerðinni?
Við erum heildsala. Því þurfa viðskiptavinir okkar að vera með virðisaukaskattsnúmer.

Get ég keypt beint áfengi af Ölgerðinni?
Aðeins þeir sem eru með leyfi til að selja áfengi geta keypt áfengi beint af okkur.

Hvað er afgreiðslugjald/forgangsgjald?
Á allar pantanir sem ná ekki lágmarkspantanupphæð eða eru settar í forgang í tiltekt hjá vöruhúsi leggst 2.500 kr. gjald.

Hvenær get ég sótt pöntunina mína?
Pantanir eru alla jafna teknar til næsta virka dag.

Bjór úr dælu er flatur, hvað ég að gera?
Vandamálið getur verið af tvennum toga. Ef um er að ræða ferðadælu þá dælir hún lofti inn á kútinn sem gerir að verkum að ef dælan er tengd með kúplingu opna í meira en 2-3 daga verður bjórinn flatur. Ef um dælu þar sem kolsýruhylki er notað þá er sennilega hylkið tómt eða skrúfað fyrir. Í báðum tilvikum er lítið hægt að gera annað en að skipta um kút, þa forvirkar aðgerðir virka best. Bjór getur líka virst flatur ef glasið sem er notað er ekki hreint, leyfar af fitu og öðrum óhreinindum á glasinu geta valdið því að froða fellur mjög hratt og kolsýra rýkur úr bjórnum.

Er áfengi í Egils Maltextrakt?
Þetta er klassísk spurning og svarið er að það er áfengi í malti u.þ.b 1 % af rúmmáli, ca helmingur af léttum pilsner.

Vélar og tæki

Hvar get ég fengið upplýsingar um sjálfsala?
Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar, leigir út og heldur utan um þá fjölmörgu sjálfsala sem eru á vegum okkar. Best að hafa beint samband við Unni: unnur.yr.gudradsdottir@olgerdin.is

Hvar get ég fengið leigða kaffivél, djúsvél eða vatnsvél?
Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar, leigir út fjölmargar ólíkar tegundir kaffivéla, djúsvéla og vatnsvéla. Hægt er að skoða heimasíðuna https://vefverslun.olgerdin.is/ eða í síma 412-8080

Ég er að fara að halda viðburð og vantar tilboð í drykki. Við hvern get ég haft samband?
Bæði er hægt að hafa samband við fyrirtækjaþjónustu Ölgerðarinnar, eða hafa samband við þjónustuverið okkar.

Um Ölgerðina

Hvar sæki ég um starf?
Hægt er að sækja um starf hér á heimasíðunni okkar Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þær geymdar í allt að 6 mánuði.

Hvað starfa margir hjá Ölgerðinni?
Eins og stendur starfa rétt um 420 manns hjá Ölgerðinni. Sá fjöldi getur þó verið breytilegur eftir árstíma.

Hver eru gildi Ölgerðarinnar?
Ölgerðin starfar eftir fjórum megingildum, jákvæðni, áreiðanleiki, hagkvæmni og framsækni. Hægt er að fræðast frekar um gildin okkar með því að smella hér.
Gildin fylgja okkur í gegnum daginn, í litlum sem stórum verkefnum leiða þau okkur að úrlausn verkefna.  Það er okkar von að gildin endurspeglist í viðmóti og samskiptum við viðskiptavini, neytendur og birgja.

Hvar finn ég upplýsingar um stefnur Ölgerðarinnar?
Hægt er að fræðast um stefnur Ölgerðarinnar og samfélagslega ábyrgð með því að smella hér.

Mig langar að koma ábendingu á framfæri, hvað geri ég?
Hægt er að koma ábendingum á framfæri hér á síðunni, með því að smella hér. Einnig er hægt að hringja til okkar í síma 412-8000 og eins er hægt að koma ábendingum á framfæri við okkur að Grjóthálsi 7-11.

Mig langar að heimsækja Ölgerðina og skoða fyrirtækið. Hvernig ber ég mig að því?
Við tökum við skólahópum í kynningu, hafið samband við Málfríði(malfridur.gudny.kolbeinsdottir@olgerdin.is). Einnig bjóðum við upp á heimsóknir fyrir hópa sem teljast ekki skólahópar, en þeir heimsækja Gestastofu Ölgerðarinnar, hafið samband við Margréti (Margret.Gretarsdottir.Johnsen@olgerdin.is).