Q&A - viðskiptavinir

 
 1. Hvað er að gerast?

Sv: Það er verið að skerpa áherslur hjá Ölgerðinni. Ölgerðin verður alhliða drykkjarvörufyrirtæki og nánast allur innflutningur færist yfir til dótturfyrirtækisins Danól. 

 1. Hvers vegna er verið að gera þetta?

Sv: Tilgangurinn er að einfalda hlutina og skerpa fókus. Starfsemi Ölgerðarinnar hefur margfaldast á undanförnum árum og síkvikt viðskiptaumhverfi kallar á að fyrirtæki séu sífellt að leita leiða til að hagræða og gera hlutina betur.   

 1. Af hverju núna?

Sv: Unnið hefur verið að þessu máli um nokkurt skeið og nú eru aðstæður réttar, ferlar klárir, undirbúningi lokið og rétti tíminn til að hrinda þessu í framkvæmd. 

 1. Hvernig verða neytendur varir við þetta?

Sv: Neytendur verða ekki varir við neinar breytingar.  

 1. Hvaða áhrif hefur þetta á viðskiptavini?

Sv: Viðamiklar aðgerðir sem þessar hafa að sjálfsögðu áhrif og það til góða. Með þessu getum við skerpt áherslur gagnvart okkar viðskiptavinum og veitt þeim betri þjónustu. Einhverjir viðskiptavinir færast á milli fyrirtækja en við upplýsum hvern og einn okkar viðskiptavin um þær breytingar sem verða og hvort og hvernig þær snerta hann.

 1. Hefur þetta einhver áhrif á núverandi þjónustufyrirkomulag hjá mér?

Sv: Nei.

 1. Til hvaða annarra aðgerða er gripið?

Sv: Hluta starfsemi fyrirtækjanna er útvistað til Eimskips og Flytjanda, sölu- og markaðskerfi er einfaldað og styrkt, vefverslunarhluti fyrirtækjanna er endurskoðaður, aukin áhersla verður lögð á frekari þróun eigin vörumerkja og vöruúrval verður aukið. 

 1. Fyrirtækin tvö voru sameinuð 2008. Voru það mistök?

Sv: Alls ekki. Þetta var hárrétt skref á þeim tíma en umhverfið hefur breyst hratt. Við náðum góðum árangri í markaðshlutdeild og rekstri með fyrri aðgerð og nú er komið að næsta skrefi til vaxtar og hagkvæmni.  

 1. Mun þetta leiða til breytingar vöruverðs frá Ölgerðinni eða Danól?

Sv: Breytingarnar gera það að verkum að fyrirtækin eru samkeppnishæfari.  

 1. Hafa þessar aðgerðir einhver áhrif á húsnæðismál?

Sv: Já. Útvistun mun gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja.  Starfsemi Danól verður flutt í húsnæði beint á móti Ölgerðinni á Fosshálsi. 

 1. Hverju er Danól að taka við?

Allri matvöru, snyrti- og sérvöru ásamt vörum til stóreldhúsa, í bakarí og matvælaframleiðslu (e. foodservice) sem áður voru hjá Ölgerðinni.  

 1. Hvaða vörur verða áfram í Ölgerðinni?

Öll drykkjarvara hvort sem er eigin vörumerki Ölgerðarinnar eða innflutt, áfeng og óáfeng. Kaffi og kaffikerfi (JDE og illy) ásamt þjónustu, verða áfram í Ölgerðinni. Auk drykkjarvöru, mun Ölgerðin áfram bera ábyrgð á sölu á snakki og poppi (Doritos, Lay‘s, Maxi, Gold Medal og fl.) auk hollustuvara frá Quaker.

 1. Hvenær taka þessar breytingar gildi?

Matvara:

 • Síðasti söludagur frá Ölgerðinni: 26. febrúar, til afhendingar 27. febrúar.
 • Fyrsti pantanadagur hjá Danól: 4. mars, til afhendingar 5. mars.

Snyrti- og sérvara:

 • Síðasti söludagur frá Ölgerðinni: 27. febrúar, til afhendingar 28. febrúar.
 • Fyrsti pantanadagur hjá Danól: 4. mars, til afhendingar 5. mars.

Stóreldhús, bakarí og matvælaframleiðsla (e. foodservice):

 • Vörur og þjónusta við bakarí og matvælaframleiðslu
  • Síðasti söludagur frá Ölgerðinni: 19. mars, til afhendingar 20. mars.
  • Fyrsti pantanadagur hjá Danól: 25. mars, til afhendingar 26. mars.
 • Öll önnur vara og þjónusta til stóreldhúsa
  • Síðasti söludagur frá Ölgerðinni: 2. apríl, til afhendingar 3. apríl.
  • Fyrsti pantanadagur hjá Danól: 8. apríl, til afhendingar 9. apríl.
 1. Hvers vegna er Danól að taka við þessum vörum?  

Við erum að einfalda rekstur og losa um vaxtarhömlur. Vöruhús Ölgerðinnar er einfaldlega orðið of lítið. Með flutningi Danól á nánast allri innfluttri matvöru, snyrtivöru, sérvöru og vara til stóreldhúsa, í bakarí og matvælaframleiðslu (e. foodservice) verður til sterk heild með skýra sýn um afburða þjónustu til viðskiptavina.

 1. Hvaða breytingar verða gerðar á skipulagi Ölgerðarinnar?  

Skipulagið verður einfaldað með skýra sýn á kjarnastarfsemi. Ölgerðin er og hefur verið leiðandi á sínu sviði sem afburða drykkjarvörufyrirtæki með 106 ára sögu. Þær breytingar sem nú er ráðist í gera fyrirtækinu kleift að styrkja enn frekar eigin framleiðslu og innflutning á drykkjarvöru.    

 1. Hvar fæ ég frekari upplýsingar um breytingarnar?

Þinn tengiliður getur gefið þér ítarlegri upplýsingar sem varðar þín viðskipti. Auk þess koma upplýsingar á heimasíður Ölgerðarinnar og Danól.