Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar sérhæfir sig í heildarlausnum í drykkjarvöru og snarli fyrir vinnustaði landsins. Fyrirtækjaþjónustan býður upp á fjölbreytt úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt vönduðum tækjabúnaði, s.s. kaffivélum, kælum og sjálfsölum, sem ýmist er leigður eða lánaður til viðskiptavina.

Kaffikerfi

Hjá okkur finnur þú fjölbreytt úrval af kaffivélum og þjónustu sem hentar þínum rekstri. Við bjóðum upp á kaffilausnir fyrir bæði stór og smá fyrirtæki og tryggjum hágæða kaffi í hverjum bolla.

Hvaða kaffikerfi henta þínum vinnustað?

Caffitesse kaffivél

Hentug lausn fyrir bæði stóra og litla vinnustaði — mikill hraði og afkastageta. Ávallt sömu gæði og ferskleiki. Lokað kaffikerfi sem tryggir hámarkshreinlæti og auðveldar umhirðu. Tryggðu fullkomið kaffi í hvert skipti, hvort sem það er lagað fyrir einn eða fleiri.

Hylkjavél

Hin fullkomna lausn fyrir minni hópa og skrifstofur – einfalt í notkun, þægilegt og stílhreint. Tryggðu sama bragðið í hvert skipti.

Espresso-vél

Hágæða ítalskar espresso-vélar sem henta einstaklega vel fyrir kaffihús, veitingastaði og hótel. Fullkomin lausn fyrir fagfólk sem vill tryggja framúrskarandi kaffi fyrir sína viðskiptavini.

Baunavél

Ferskt og bragðgott kaffi, nýmalað, úr gæðabaunavélum. Fullkomin lausn fyrir þau sem kunna að meta ferskleika og gæði. Við bjóðum upp á nokkrar tegundir baunavéla fyrir mismunandi stærðir hópa og rýma, svo þú finnur alltaf vél sem hentar þínum þörfum.

Uppáhellivél

Klassískt uppáhellt kaffi fyrir allar gerðir vinnustaða. Hentar vel fyrir hópa.

Sjálfsalar

Fjölbreytt úrval sjálfsala og vara í sjálfsala fyrir stór sem smá fyrirtæki. Hvort sem það er sjálfsali fyrir drykki eða snarl þá höfum við lausnina. Við sjáum um uppsetningu, áfyllingu og viðhald.

Sjálfsalarnir okkar

Kælar

Kælarnir sem henta öllum tilefnum, stórum sem smáum. Mismunandi gerðir og stærðir af kælum sem sjá um að kæla drykkjavörurnar. Við sjáum um uppsetningu og viðhald.

Önnur tæki

Við bjóðum uppá ýmis tæki til leigu eins og:

Kaffikvarnir

Kakóvélar

Djúsvélar

Vatnsvélar

Fáðu tilboð í kaffikerfi, tæki eða vélar

Hér er hægt að hafa samband við sölufólk, fá nánari upplýsingar og tilboð í kaffikerfi eða önnur tæki og vélar sem hentar þínu fyritæki.

Þjónustan

Ölgerðin leggur mikið upp úr að þjónusta framúrskarandi vel, hvort sem um ræðir birgja, smásöluaðila eða neytendur. 

Vöruhús og vöruafgreiðsla

Við rekum stórt vöruhús og er vöruafgreiðslan staðsett við norðvesturenda húss Ölgerðarinnar. Pantanir verða að berast fyrir klukkan 16 daginn fyrir afhendingardag og panta þarf fyrir 25.000 kr. að lágmarki. Þurfi viðskiptavinur að fá vörur fyrr er hægt að panta fyrir klukkan 11 á afhendingardegi en þá bætist 8.000 kr. flýtiafgreiðslugjald við pöntun.