Dótturfélög

Danól
Ölgerðin á 100% hlut í Danól. Danól er sjáfstætt sölu- og markaðsfyrirtæki sem flytur inn og selur kaffi frá Merrild og Lavazza ásamt vörum frá Nestlé. Danól er staðsett á Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík.

Iceland spring
Ölgerðin á 22% hlut í Iceland Spring, en aðrir hluthafar eru The Water and Energy Corporation og Pure Holding. Fyrirtækið sér um að tappa vatni á flöskur fyrir Bandaríkjamarkað. Það varð til er sameinuð voru Catco Vatn, Pure Distribution og Iceland Spring undir merkjum þess síðastnefnda. Þetta var gert til að einfalda markaðssókn þessa vörumerkis. 

Mjöll-Frigg
Ölgerðin á 60% hlut í framleiðslufyrirtækinu Mjöll-Frigg, sem staðsett er að Norðurhellu í Hafnarfirði. Mjöll-Frigg framleiðir m.a. þvottaefni, sápur og aðrar hreinsivörur og bílavörur.